Kristin trú

Ég hef undanfarið verið að velta fyrir mér hvers vegna hópur góðra manna er svo andsnúinn kristni trú eða þeir kalla sig vantrúaða.  Þeir vera reiðir þegar er sagt við þá að Guð elski þá og svara oft á tíðum að þeir vilji ekki vera elskaðir af Guði Biblíunnar.

Það er eitt að hafa kannski ekki mikil áhuga á Kristinni trú en hitt er að eyða sínum dýrmæta tíma að finna henni flest til foráttu. Það læðist að mér sú hugsun það þeir hafði upplifað eða lent í slæmri reynslu í kirkju, hvort heldur þjóðkirkju eða fríkirkju. Það er eitthvað í skrifum þessara góðu manna sem bendir til dapurlegar reynslu og leyfi ég mér að fullyrða að þeir hafi í raun og veru ekki kynnst hinum persónulega Guði Biblíunnar. Það fer engin í grafgötur með það að margt hefur verið gert slæmt í nafni trúar en einnig margt gott. Þeir sem hafa lesið nýa testamentið með opnu hjarta sjá kærleika Guðs er skín svo sterkt út úr köflunum. Þeir fara um drepa og limlesta fólki í nafni Guðs hafa algjörlega misst sjónar af Guði og orði hans. Guð segir að við eigum elska óvini okkur og biðja fyrir þeim. Hvernig getur þú elskað einhvern sem hatar þig? Guð gefur þér kraft til þess og tala ég af eigin reynslu í þessum málum.

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf  son sinn eingetin til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Hvernig væri að stíga niður úr fílabeinsturninum að kynna sér í raun og veru um hvað kristin trú fjallar. Ég get lofað því að sú kynning mun breyta lífi þínu.

 Guð blessi þig.


Sannur kristindómur

Ef einhver efast um að Guð sé til skal sá hin sami skoða þetta myndband sem og aðrir sem vilja sjá raunverulegan kristindóm að verki Draumur minn er sá að svona verði líka á Íslandi áður enn langt um líður. Ef það gengur í Los Angels gengur það hér.

Costa de Almeria

Jaeja bara komin til spanar.

Fjolskyldan hefur verid her í godu yfirlaeti a Costa de Almeria a sudur strondinni. Spaensku kunnattunni hefur adeins farid fram tvi eg get bedid um reikningin a spaensku.

Almeria er ekki tessi típíski ferdamannastadur. Her er ekkert sjalfgefid af menn tali ensku. Costa de Almeria  er mikid sottur af spanverjum  tannig ad madur er upplifir sanna spaenska stemmingu.

Eins og gloggir bloggarar hafa tekid eftir hef eg ekki yfir ad rada islensku lyklabordi. En eins og svangi madurinn sagdi, allt er hey i hardindum.

Enda eg nu tessa bloggfaerslu og Kved fra Spani


Vantrúar „ofstæki

Þeir sem hafa vafrað um bloggheimana hafa eflaust sé greinar eftir bloggara sem játa kristna trú og þarf leiðandi blogga um ágæti þeirrar trúar.

Það má segja að gróflega skiptist bloggheimurinn í þrjá flokka í sambandi við trúmál.

1 Flokkur. Þeir sem trúa á Guð og taka Biblíuna sem kennivald í sínu lífi

2 Flokkur. Þeir trúa einhverju eða hafa óljósa mynd af kristinni trú og er þar að auki nokkuð sama um þetta allt saman.

3 Flokkur. Þeir sem eru yfirlýsir trúleysingar og afneita öllu sem viðkemur Guði eða Biblíunni.

Mig langar svolítið að tala um þennan 3 flokk. Þeir gjarnan kalla kristna menn „ofstækistrúa" þröngsýna og beinlins heimska. Fyrir utan að fá 0 í almennri rökfræðslu, kurteisi og virðingu við skoðanir annarra, eru þessir ágætu menn kominn út á kantinn hinum megin. Ofstækið beinist af Kristnum bloggurum og skoðunum þeirra. Þessir ágætu vantrúar menn sem margir koma ekki undir réttu nafni virðast hafa horn í síðu kristinnar trúar.  Ég ber fulla virðingu fyrir þeirra skoðunum og get þannig ætlast til að þeir geri það sama varðandi mínar skoðanir. Kristin trú er ekki hafin yfir gagnrými og eins er með  „van"-trú.

Guð blessi ykkur öll

 


Fagurt fólk hins elskaða lands.

Pastor Chris kennir um hið Kristna lif. Frábær kennsla um hvernig á að lifa sigrandi trúarlífi. 

 

Til að hlusta á áframhaldi kennslu með Pastor Chris skaltu afrita og líma (copy and paste) slóðina hér í address gluggann á þínum internet vafra

http://www.youtube.com/watch?v=5-hidnv7HtM&feature=related 


Sönn tilbeiðsla


Vantrúaður gerist trúaður.

Asfaw Tsegaye WyesÉg hafði lifað mest allt mitt líf eða 40ár án Krists. Á lífsleiðinni lenti ég margskonar upplifunum. Ég eyddi tíma í Rússlandi þar sem ég læri um og stundaði ýmiskonar djöfulegar andatrúr, Reiki, leitaði til framliðna, reykti og drakk.

Ég var mjög mótfallinn og reiður þeim sem vitnuðu til mín um Guð. Ég hataði þessa „vitleysingja öfgamenn og menn ímynduðu sér Guð" En líf mitt var fullt af vonbrigðum og ég hafði engan frið. Ég byrjaði að leita sannleikans í heimspeki og stjornmála bókum. Eftir það fór ég í Bahai trúna. Fyrir mér var Biblían heimskuleg tilgangslaus bók. Ég var í myrkri eins og Biblían orðar það í 1 Korintubréfi 2:14

Ég byrjaði að lesa í Gídeon testamenti á Amharistu og brátt fór andlega blindan að fara og mín augu lukust upp fyrir kraft Heilags anda. Ég játaði syndir mínar og þörf mina fyrir frelsara og bauð Jesú að koma inn í líf mitt. Ég skrifaði nafnið mitt aftast í nýja testamentið. Ég fékk að kynnast kærleika Guðs.

Eftir að hafa meðtekið trú á Guð hef ég verið mjög glaður og fundið svör við erfiðum spurningum lífsins. Starf Gídeons er það sem Guð notaði til að draga mig til sín. Ég er glaður og ánægður og hef eignast frið sem Guð einn getur gefið. Ég meðlimur i Gídeon  í Arba Minch Camp í Éþópíu. Ég þakka Guð fyrir hið nýja líf.

Guð blessi þig.

Asfaw Tsegaye Wyes

(lauslega þýtt úr Gídeon International)


Hin dýrmætasta gjöf.

Ég heiti Eric Paoala og mig langar að segja þér hvernig ég kynnst Jesú Kristi. Áður enn ég kynnst Jesú seldi ég eiturlyf, var alkahólisti og bar ekki virðingu fyrir neinum eða neinu. Fjölskylda mín þjáðist vegna míns lífernis, sérstaklega móðir mín. Einn dag létu nágrannar mínir lögregluna vita af mér og ég var handtekinn og settur í fangelsi. Jóladag það ár fann ég klefanum sem ég var í, lítið Gideon testamenti sem einhver hafði skilið eftir handa mér. Ég byrjaði að lesa það og orðin í Rómverjabréfinu 14.22 snertu við mér: „Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur." Á því augnabliki heyrði ég rödd innra með mér sem sagði mér: „Þú munt aldrei eignast hamingju í lífinu nema að þú meðtakir hið góða."  Hvað gæti mögulega verið gott í lífi mínu, ég með svona spilltan hugsunarhátt.  Þegar ég hélt áfram að lesa Nýja testamentið, byrjaði Jesús Kristur að opinberast fyrir mér. Ég sat í klefanum og upplifði mikla syndaneyð í mínu lífi, ég meðtók Jesús Krist sem Drottinn inn í líf mitt. Ég eignaðist hin dýrmætu gjöf eilífs lífs. Nokkrum dögum eftir að ég meðtók Jesús inn í mitt líf var ég látin laus. Ég hafði verið dæmdur til tveggja ára en var sleppt eftir mánuð. Líf mitt hefur gjörbreyst og ég er núna meðlimur í alþjóðadeild Gideon í New Caledonia. Dýrð sé Guði.  (lauslega þýtt úr Gídeon international)

Guð er raunverulegur. Vandamálið liggur í því að svokallaðir trúleysingar 

reyna að nálgast Guð frá mannlegum vísdómi. Ef þú vilt gefa Jesú líf þitt 

núna getur þú farið með eftirfarnandi bæn.

 Drottinn kem fram fyrir þig. Ég trúi að þú sért til og að þú hafðir dáið fyrir syndir mínar
Ég trúi með hjartanu að Guð hafi reist Jesú frá dauðum og býð hann velkomin´ inn í líf mitt sem 
minn konung og frelsara. Núna er ég þinn. Amen.
Til hamingju. Þú hefur fundið tilgang lífsins. 
Þú hefst líf þitt fyrir alvöru. Sumir finna straum fara í gegnum líkaman þegar 
þeir bjóða Jesú inn í sitt líf. Aðrir finna ekki neitt.
Mundu að trúa orði Guðs. Halda fast í það.
Næsta skref er að biðja Guð um að sýna þér í hvaða kirkju þú átt að vera. 
Það er nauðsynlegt fyrir þig að vera í kirkju og eiga samfélag við aðra trúaða.  
www.gospel.is 
 Guð blessi þig

 


Frábær Þjónusta hjá Ingvari Helgasyni

Ég sit hér í góðu yfirlæti hjá Ingvari Helgasyni. Það bilaði slanga fyrir hráolíuna, þannig að bíllinn hriplak Olíu. Ég kom hingað kl 1430 og þessir heiðursmenn brugðust skjótt við og redduðu málinu. Mér finnst þetta aðdáunarvert framtak á föstudegi. Það er ekki amalegt að geta sest fyrir tölvu og bloggað dolítið eða sest í sófann og horft á Top Gear. Orðið verstæðismóttaka fékk allveg nýja merkingu hjá mér í dag.

Áfram á sömu braut. Takk fyrir mig.

 


Faldir kynþáttafordómar

Á undanförnum árum hefur fluttust til Íslands mikið af fólki að erlendu bergi brotnu. Mest allir koma hingað til að blandast íslensku samfélagi og eru nýtir þjóðfélags þegnar. Stundum hljómar á öldum ljósvakans fréttir af glæpum og ég hef orðið var við að sé það útlendingur sem brýtur á sér, er sagt frá hvaða landi hann er.  Þær raddir hafa heyrst að senda þessa ógæfu menn til síns heima. Ég ætla ekki að leggja mat á það. Mér finnst það vanhugsaður fréttaflutningur að segja frá hvaða landi viðkomandi er. Mér kemur það bara hreint ekkert við. Hættan liggur í því að fólk fari að líta niður á landa þessara ógæfumanna sem hafa ekkert annað sameiginlegt með þeim en að vera frá sama landi. Jafnvel þótt stjórnvöld myndu senda viðkomandi til síns heimalands, myndi það en og aftur vera mér óviðkomandi.  Það heyrist sagt: „Við getum bara fengið einhverja Pólverja til að gera skítaverkinn"

Stöldrum við, og setjum okkur í spor þessa fólks.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband