Jesús elskar þig

Ég var svo sem ekki hissa að það yrði húsfyllir þar Dali Lama var. Öllu verra var að Þjóðkirkjan héldi sameiginlega messu með mismunandi trúarbrögðum. Ég er virði alla hvað svo þeir trúa eða hafa skoðun á. Samt finnst það bera í bakka fullan lækinn að hafa eina messu með öllum trúarbrögðum.

Kristinn trú á ekkert sammerkt með trúarbrögðum sama hvaða nafni þau nefnast. Í kristinni trú er kennt að bera virðingu fyrir öðrum. En það þýðir ekki að við getum iðkað okkar trú með þeim . Það er álíka fárálegt og ætla að reyna að setja olíu á bensín bíl nágrannans til eins að sýna honum virðingu. Hann verður fúll  þegar hann ætlaði að fara á stað.

Koma Dali Lama sýnir svo ekki var um villst að flestir Íslendingar leita til hins andlega. En því miður sjá þeir austræn trúarbrögð í hyllingum en missa sjónar af Kristinni trú sem hefur verið þessu landi til blessunnar. Það þarf ekki annað en skoða hvaðan mörg þessara trúarbragða sem eru í tísku á Íslandi koma frá. Vilja menn virkilega skipta á þessu og Kristinni trú sem byggir á kærleika og væntumþykju til náungans ?

Þegar þú talar við fólk sem stundar hin ýmsu trúarbrögð er það sammerkt að það hafa aldrei átt í persónulegu samfélagi við guð sinn. Kristnir út um allan heim vitna staðfastlega um hversu dásamlegt það er að eiga persónulegt samband við lifandi Guð.

Ég get fullyrt að þeir sem hafa einhvern tíman fengið að reyna hvað Guð er góður og átt samfélag við hann, myndu aldrei snúa baki við honum. Ég er ekki að tala um mæta í kirkju einu sinni í viku. Ég er að tala um náið samfélag við Guð, ekki eintal heldur samtal. Auðvitað er nauðsynlegt að vera í lifandi kirkju. Hún þín andlega fjölskylda.

Ég skora á ykkur öll að vakna til vitundar um Kristna trú. Ég mæli með því að þið farið á samkomu enn ekki messu þar sem messuformið, hversu gott sem það kann að vera, er flóknara í sniðum. Kíktu á samkomu í Krossinum, Veginum, Hvítasunnukirkjunni eða Íslensku Kristskirkjunni.

Jesús elskar þig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Stefán Dl er maður skapaður í Guðs mynd en því miður þá er vi9zka hans jarðnesk, andlaus og djöfulleg!

Aðalbjörn Leifsson, 4.6.2009 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband