Færsluflokkur: Dægurmál

„Seðill, Seðill ég kaupi bara svona bíl

ci_C1_05_3Mér blöskrar alveg að heyra að landinn sé að henda 6 til 7ára gömlum bílum til að geta keypt sér einn nýjan á 3 milljónir.  Gylliboðin hljóma hvert öðru „betra" aðeins 15 þúsund á mánuði smáaletrið í 84 mánuði í blandari gengiskörfu sem þýðir á mannamáli að 15þúsundin geta orðið að 30þús á mánuði. Ég er alls ekki á móti því að fólk eigi nýja bíla, en máltækið að sníða sér stakk eftir vexti er horfið í glys auglýsinga bílaumboðana sem keppast um að mikilvægi þess að vera „Cool" á nýjum bíl.

Fyrir skemmstu átti ég samræður við mann sem var skuldum vafin en var samt sem áður að spá í bíl á einhverjar milljónir. Sem betur fer vaknaði viðkomandi og keypti sér fínan bíl á  innan við hálfa milljón.

Margir átta sig ekki á  því að þegar ný bíll er keyptur þá þarf að koma með hann reglulega í skoðun eigi ábyrgðin að haldast. Þannig verður þetta eins og snjó bolti sem rúllar niður hliðina.

Það er því rétt að hugsa málið til þrautar áður enn arkað er í umboðið.

 

 


Engin mörk

Ég gat ekki orða bundist yfir þessari grein.  Í gamla daga var það stórmál ef krakkar stálu úr búðum og ég man að foreldrar sögðu skömmustulegir að þetta myndi nú ekkert gerast aftur.  Hvernig er komið fyrir okkar þjóðfélagi ef lögreglan þarf að eyða sínum dýrmæta tíma í að biðla til foreldra um biðja börnin að hætta að stela.  Foreldrar ættu að sjá sóma sinn í því að taka málið til sín og tala um fyrir börnum án þess að lögreglan þurfi að biðla sérstaklega til þeirra. Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. Börn þurfa að hafa aga og mörk. Þau verða að læra munin á réttu og röngu. Oft er sagt um slæma heguðun barns að það hugsi með sér: „slæm athygli er betra en engin athygli. Kannski er þetta hróp barns um að sjá mörkin. Börnin eru alltaf að vera djarfari og djarfari og það er ekki létt að vera kennari í skóla og reyna aga barn sem er stjórnlaust heima. Auðvitað er nauðsynlegt að vernda barnið í dag gegn ofbeldi misnotkun og tryggja því góða framtíð.  Partur af því er að láta barninu líða vel og það viti muninn á réttu og röngu og viti sín takmörk.  Sú kennsla byrjar ekki í skólanum heldur hjá foreldrum.


mbl.is „Allir krakkar hnupla"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband