Vantrúar „ofstæki

Þeir sem hafa vafrað um bloggheimana hafa eflaust sé greinar eftir bloggara sem játa kristna trú og þarf leiðandi blogga um ágæti þeirrar trúar.

Það má segja að gróflega skiptist bloggheimurinn í þrjá flokka í sambandi við trúmál.

1 Flokkur. Þeir sem trúa á Guð og taka Biblíuna sem kennivald í sínu lífi

2 Flokkur. Þeir trúa einhverju eða hafa óljósa mynd af kristinni trú og er þar að auki nokkuð sama um þetta allt saman.

3 Flokkur. Þeir sem eru yfirlýsir trúleysingar og afneita öllu sem viðkemur Guði eða Biblíunni.

Mig langar svolítið að tala um þennan 3 flokk. Þeir gjarnan kalla kristna menn „ofstækistrúa" þröngsýna og beinlins heimska. Fyrir utan að fá 0 í almennri rökfræðslu, kurteisi og virðingu við skoðanir annarra, eru þessir ágætu menn kominn út á kantinn hinum megin. Ofstækið beinist af Kristnum bloggurum og skoðunum þeirra. Þessir ágætu vantrúar menn sem margir koma ekki undir réttu nafni virðast hafa horn í síðu kristinnar trúar.  Ég ber fulla virðingu fyrir þeirra skoðunum og get þannig ætlast til að þeir geri það sama varðandi mínar skoðanir. Kristin trú er ekki hafin yfir gagnrými og eins er með  „van"-trú.

Guð blessi ykkur öll

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erum við allir sem svörum kristnum fullum hálsi þá röklausir dónar, snauðir af virðingu við skoðunum aðra? Gætirðu nokkuð bent mér á hvar ég villist af vegi? Ég er greinilega orðinn svo samdauna sjálfum mér að ég veit ekki hvort ég er að ræða við eða hrauna yfir fólk.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Öfgafullur trúleysingjar

Mig langar að útskýra fyrir trúmönnum hvað mér þætti vera öfgafullir trúleysingjar, sem ég myndi aldrei styðja, heldur fordæma í alla staði. Ef einhver vildi svona þjóðfélag myndi ég frekar kalla hann “nöttcase” eða hreinan öfgabrjálæðing. Þrátt fyrir að viðkomandi hjúpaði sig fagurgala í nafni manngæsku og réttlætis breytti það engu:

Lesið endilega framhald greinarinnar á Vantrú.is 

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Stefán. Matthías Ásgeirsson er ágætt dæmi um öfgafullan Guðleysingja. Hann fór að væla yfir því að útvarpstöðin Bylgjan skyldi taka vel í kristna útsendingu sjónvarpsins um daginn. Reyndar gerðu þáttarstjórnendur lítið úr guðleysingjum og það líkaði Matthíasi ekki.

Útópían hans Matthíasar er til, hún er Norður-Kórea. Þeir sem fyrstir voru kallaðir Guðleysingjar voru hinir kristnu. Aðrir voru með marga guði en kristnir aðeins einn.

Það er von mín og margra annarra að Matthías frelsist og að hann megi taka gleði sína aftur og leggja af alla reiði.

Matti GUÐ minn elskar þig. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 30.5.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías Ásgeirsson er ágætt dæmi um öfgafullan Guðleysingja.

Aðalbjörn, lastu greinina um öfgafulla trúleysingja sem ég vísaði á? Ég myndi samþykkja að ég væri öfgafullur "Guðleysingi" ef eitthvað þar ætti við mig.

Hann fór að væla yfir því að útvarpstöðin Bylgjan skyldi taka vel í kristna útsendingu sjónvarpsins um daginn.

Fór ég að væla?  Ég skrifaði grein á Vantrú og leiðrétti þær rangfærslur sem fram komu í umfjöllun Bylgjunnar.  Það er það sem við gerum, "öfgafullu guðleysingjarnir", við leiðréttum rangfærslur.

Reyndar gerðu þáttarstjórnendur lítið úr guðleysingjum og það líkaði Matthíasi ekki.

Finnst þér það skrítið?

 Útópían hans Matthíasar er til, hún er Norður-Kórea.

Af hverju þarftu að koma með svona lygar og dylgjur?  Kanntu ekki boðorðin þín?  Þú skallt ekki ljúga. 

Þeir sem fyrstir voru kallaðir Guðleysingjar voru hinir kristnu. Aðrir voru með marga guði en kristnir aðeins einn.

Hefur þú heyrt talað um Gyðinga?  Þeir eru ekki kristnir, enda kristnir menn þeir sem trúa á kristi.

Það er von mín og margra annarra að Matthías frelsist og að hann megi taka gleði sína aftur og leggja af alla reiði.

Ég er þegar frjáls.  Frjáls undan oki trúarbragða og hindurvitna.  Ég vil ekki leggja af alla reiði, stundum er gott að fólk verður dálítið reitt. 

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég gleymdi að minnast á það í síðustu athugsemd, en ég var semsagt á Bylgjunni í kjölfar greinar minnar, hér getið þið hlustað á "ofstækið":

Ég er að sjálfsögðu hlutdrægur, en mér finnst "ofstækið" meira hjá þeim kristnu hlustendum sem hringja inn í þáttinn heldur en hjá mér, "ofstækismanninum".

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 13:20

6 identicon

Ég trúi á grasið vaxa,  sólina skína og blómin blómstra. Svo held ég að ég hafi alltaf trúað á einhverja persónu þarna uppi í skýjunum. Finnst oft eins og eihver sé að vinka mér þarna.

Brúnkolla (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Matti, Matti í miklu mæðist þú. Nú ert þú orðinn móður og másandi. Ég þekki boðorðin vel, í engu hef ég logið. Nýtt boðorð gaf Messías okkur, að elska náungann eins og sjálfa okkur. Matthías þú ert elskaður af Drottni Allsherjar og mér.

Matthías þú ert skapaður í Guðs mynd til allra góðra verka, góðverk gera menn ekki í reiði. Horfðu í spegilinn og sjáðu hversu flottur þú ert og vertu glaður og ánægður. Be blessed not stressed.

Aðalbjörn Leifsson, 30.5.2008 kl. 21:52

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Matti, Matti í miklu mæðist þú. Nú ert þú orðinn móður og másandi."
Mikið óskaplega ert þú leiðinlegur náungi Aðalbjörn. 

Matthías Ásgeirsson, 31.5.2008 kl. 17:28

9 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Æ Æ Aumingja Matti littli allir leiðinlegir við hann!!

Aðalbjörn Leifsson, 31.5.2008 kl. 17:46

10 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

 Takk fyrir innlitið drengir.

Aðalbjörn þú góður að vanda

Ég snerti greinilega viðkvæma taug.

Jóhannes. Ég er ekki að segja að ALLIR sem svara okkur kristnu bloggurum séu dónar. Það eru sem betur fer til menn sem geta svarað málefnalega, en því miður ekki ALLIR

„Ja hérna. Það er bara svo margt við kristna trú og trúarbrögð almennt sem stingur í stúf. Ennfremur eru margir trúlausir sem láta sig forheimsku trúaðra sig varðaog ekki síst ef þeir eru bein fórnarlömb söfnuða eða strangtrúaðra foreldra."

Höfum við einhvern tíman sagði við einhvern herra eða frú  vantrú að viðkomandi sé forheimskur. Síður en svo.

„Það má heldur ekki horfa framhjá því að margt við kristna stefnu kemur illa við alla mannúðarelskandi manneskjur og þá er oft reiðin nærri og hæðnin"

Enn ein órökstutt fullyrðing. Hvernig getur Kristin trú sem hefur manninn að leiðaljósi verið slæm fyrir mannúðarstefnuna, ég bið um dæmi takk.

Ég held að Matti Henry og fleiri sem finna Kristinni trú allt til foráttu ættu að prófa að búa í landi þar sem Íslam og önnur þess háttar trúarbrögð væru við lýði.  Ég gæti ímyndað mér að þeir sæju Ísland í öðru ljósi eftir þá búsetu.

Kristinn trú kennir að við (hinir kristnir) eigum að elska náungan eins og sjálfan okkur, óháð hvort hann sé sammála okkur eða ekki.

Guð gefur öllum mönnum frelsi til að velja eða hafna sér.

Stefán Ingi Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband