Lífbreytandi trú

lastscan

Ég er elsti sonur í stórri kínverski fjölskyldu. Við bjuggum í þorpi í Sungai Petani í Malasíu. Í Skólanum varð ég fyrir miklum áhrifum vina minna sem gerði það að verkum að ég leiddist út í götugengja slagsmál og byrjaði að reykja og nota eiturlyf. Eitt leiddi af öðru og brátt var ég farin að selja eiturlyf. Áður en ég áttaði mig á hættunni, náði armur lagana í mig og dæmi mig til tuttugu ára fangelsisvistar í Alor  Star fangelsið.

Ég hélt áfram mínum reykingavana og notaði blaðsíður úr Gídeon Biblíu  til að vefja saman sígrettur. Næstum hver fangi notaði pappírinn sem var að finna í Gídeon Biblíunni sem var mjög góður. Dag einn talaði harðgerður fangi ákaflega um Jesú til annarra fanga, eftir að hafa lesið Biblíuna. Ég komst af því síðar að hann hafði komist til trúar á Jesú. Ég sá einnig að fjórir aðrir fangar komust til trúar með því að lesa Gídeon Biblíuna.

Þetta fékk mig til að hugsa um kraftinn í þessari bók. Ég byrjaði að lesa frá 1 Mósebók. Dag einn var ég að lesa frá Lúkasarguðspjalli 12:6-7: „ Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Verið óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.” Þegar ég hætti að lesa kom sterk nærvera Guðs yfir mig og tárin streymdu niður mínar kinnar. Kærleikur Guðs, umhyggja hans og vera hellst yfir sálu mína og ég byrjaði að syngja.

Eftir að ég hafði tekið á móti Guði inn í  líf mitt, var ég ákveðin um að fylgja Jesú. Ég bað hann að hjálpa mér til að vera betri maður á meðan ég var í fangelsinu. Hann gerði mig af nýrri sköpun í Kristi.

Það varð algjör umbylting í mínu lífi, umbylting sem aðeins Jesú gat gert. Ég var aðeins í þrettán ár í fangelsinu og þegar ég fékk frelsið að nýju fór ég til Langkawi til að byggja upp líf mitt. Það tókst með hjálp Guðs forstöðumannsins og kristna vina.

Núna er ég giftur og á yndislega konu og tvö börn. Ég er með mitt eigið fyrirtæki og hef nýlega gengið til liðs við Gídeon. Dýrð sé Guði fyrir hinn sannleikann sem við höfum í honum.

(lauslega þýtt og tekið úr Gídeon international  fyrir Desember 2007)

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þökk fyrir þessa frásögn, Stefán.

Jón Valur Jensson, 29.1.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka líka fyrir mig, sonur minn heitir einmitt Gídeon, mér skilst m.a.s. að hann hafi verið sá fyrsti sem fékk að bera þetta nafn á Íslandi.

Ragnar Kristján Gestsson, 29.1.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Árni þór

Sigur fyrir blóð Jesús og orð vitnisburðarins

Árni þór, 30.1.2008 kl. 12:33

4 identicon

Sæll,Stefán.

Þetta var falleg frásögn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 05:13

5 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og góð orð

Stefán Ingi Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 00:44

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll Stefán!

Mikið er yndislegt að lesa svona frásögur,þær blessa.

Guð geymi ykkur hjón.

Og takk fyrir  svona efni!

         Sjáumst á Lindinni!

                     Halldóra Ásgeirsdóttir
 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.2.2008 kl. 20:18

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, svona er Orð Guðs: Lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði...

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.2.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband