Hin dýrmætasta gjöf.

Ég heiti Eric Paoala og mig langar að segja þér hvernig ég kynnst Jesú Kristi. Áður enn ég kynnst Jesú seldi ég eiturlyf, var alkahólisti og bar ekki virðingu fyrir neinum eða neinu. Fjölskylda mín þjáðist vegna míns lífernis, sérstaklega móðir mín. Einn dag létu nágrannar mínir lögregluna vita af mér og ég var handtekinn og settur í fangelsi. Jóladag það ár fann ég klefanum sem ég var í, lítið Gideon testamenti sem einhver hafði skilið eftir handa mér. Ég byrjaði að lesa það og orðin í Rómverjabréfinu 14.22 snertu við mér: „Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur." Á því augnabliki heyrði ég rödd innra með mér sem sagði mér: „Þú munt aldrei eignast hamingju í lífinu nema að þú meðtakir hið góða."  Hvað gæti mögulega verið gott í lífi mínu, ég með svona spilltan hugsunarhátt.  Þegar ég hélt áfram að lesa Nýja testamentið, byrjaði Jesús Kristur að opinberast fyrir mér. Ég sat í klefanum og upplifði mikla syndaneyð í mínu lífi, ég meðtók Jesús Krist sem Drottinn inn í líf mitt. Ég eignaðist hin dýrmætu gjöf eilífs lífs. Nokkrum dögum eftir að ég meðtók Jesús inn í mitt líf var ég látin laus. Ég hafði verið dæmdur til tveggja ára en var sleppt eftir mánuð. Líf mitt hefur gjörbreyst og ég er núna meðlimur í alþjóðadeild Gideon í New Caledonia. Dýrð sé Guði.  (lauslega þýtt úr Gídeon international)

Guð er raunverulegur. Vandamálið liggur í því að svokallaðir trúleysingar 

reyna að nálgast Guð frá mannlegum vísdómi. Ef þú vilt gefa Jesú líf þitt 

núna getur þú farið með eftirfarnandi bæn.

 Drottinn kem fram fyrir þig. Ég trúi að þú sért til og að þú hafðir dáið fyrir syndir mínar
Ég trúi með hjartanu að Guð hafi reist Jesú frá dauðum og býð hann velkomin´ inn í líf mitt sem 
minn konung og frelsara. Núna er ég þinn. Amen.
Til hamingju. Þú hefur fundið tilgang lífsins. 
Þú hefst líf þitt fyrir alvöru. Sumir finna straum fara í gegnum líkaman þegar 
þeir bjóða Jesú inn í sitt líf. Aðrir finna ekki neitt.
Mundu að trúa orði Guðs. Halda fast í það.
Næsta skref er að biðja Guð um að sýna þér í hvaða kirkju þú átt að vera. 
Það er nauðsynlegt fyrir þig að vera í kirkju og eiga samfélag við aðra trúaða.  
www.gospel.is 
 Guð blessi þig

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán.

Það er sko alveg óhætt að vera með þennan boðskap á lofti sem þú ert með hérna núna.

Góður Guð fylgi þér og þínum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

ÆJÆJÆJÆII Enn einn MAÐURINN að dreifa sínum MANNLEGA VÍSDÓMI,hvenær ætlið þið að skilja að andúð á trúarbrögðum er EKKI trúleysi.Ekki allir sem gagnrýna túlkun MANNA á orðinu eru trúlausir.Með sömu rökum má halda því fram að þú sért mannhatari. Í skjóli kirkju og trúarbragða hefur maðurinn einmitt sýnt sínar verstu hliðar.( og svona til fróðleiks þá virkar GALDRAÞULAN ÞÍN ekki.Ekki fyrir of mörgum árum brenndu trúbræður þínir fólk fyrir GALDRA. Trúarlegt yfirlæti er af hinu illa.Og leiðir ekkert af sér nema sundrung og uppgang eyðingarafla beggja megin borðsins. AÐ VERA TRÚAÐUR GERIR ÞIG EKKI AÐ BETRI MANNI;GUÐ GERIR ÞAÐ HELDUR EKKI.ÞÚ GERIR ÞIG AÐ BETRI MANNI:

Haraldur Davíðsson, 7.5.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband