18.2.2007 | 22:30
Lindin Jeppaferð 2006
Við fengum mjög gott veður á síðasta ári þegar var farið í hina árlegu Jeppaferð Lindarinnar.
Við hittumst hjá Shell Select við Ölgerðina kl 8.00 Það var spenningur í lofti og eftirvænting yfir því sem koma skildi. Guð blessaði ferðina með því að gefa okkur gott ferðaveður.
Við héldum sem leið lá suður með sjó og var ferðinni heitið á Sólheimasand til að skoða flugvélaflag af bandaríski flugvél sem nauðlenti þar fyrir 30 árum. Bandaríkjamenn ákváðu að hirða allt úr henni og skilja hana svo eftir.
Hópurinn langaði í sólbað. Í Apríl á Íslandi....ha ? Auðvitað þar sem sólin skín. Reynisfjara
Eftir það lá leiðin um heiðavatn inn í svokallað þakgil sem rétt við Költu. Það var dálítið undarleg tilfinning að hugsa að ef Kalta hefi gosið þá hefðum við verið eins og kartöflur í potti.
Við keyrðum síðan sem leið lá til Vikur í Mýrdal nánar tiltekið í sjoppunar þar sem fólk fyllti bæði tanka og maga.
Eftir að faraskjótar og fólk var mett var farið upp á Reynisfjall sem er fjallið fyrir ofan vík. Þar var gamall og yfirgefið hús sem herinn notaði sem loftskeytastöð
Við enduðum síðan þennan góða dag í fljótshlíðinni nánar tiltekið Hlaðgerðarkoti þar beið okkar hinn þjóðlegi réttur, Kjötsúpa með kjöti, kartölfum og róum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.