Kærleikurinn breytir lífi fólks


Þegar Berlínarmúrinn féll, þá varð yfirmaður Austur Þýskalands valdalaus maður. Þessi maður Eric Honeker hafði alltaf horn í síðu Kristinna manna sem lifðu undir komuista og kúgunar.
Það voru ein hjón sem áttu uppkomin börn. Þeirra börn fengu ekki að fara í góða skóla vegna þess að foreldrarnir voru Kristnir. Allt var gert til að uppræta Kristna trú. Þessi fjölskylda þurfti að þjást vegna trúarafstöðu sinnar.
Eftir fall Berlínarmúrsins átti þessi fyrrverandi einokunar herra hvergi höfði sínu að halla. Engin vildi hann og flestir Berlínarbúar hötuðu hann. Ég sagði flestir en ekki allir. Þessi hjón buðust til að taka hann inn á sitt heimili. Eric trúði ekki sínum eigin augum eða eyrum. Hvernig gátu þessi hjón fyrirgefið honum, hann hafði gert þeim svo mikið til miska.
Þau fóru að tala um Kristna trú við hann og Eric áttaði sig á því að Guð var stærri Komuistinn .
Hann tók á móti Guði inn í sitt líf og fékk að upplifa hin kærleiksfulla Guð Biblíunnar.

Kærleikurinn breiðir yfir allt trúir öllu og umber allt" (1 Kor 13)

Hef þú fengið að kynnast þessum kærleika.?

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetin svo að hver sem á hann trúir muni ekki glatast heldur hafa eilíft líf." Jóh 3:16

Guð blessi þig.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll herra Stefán. Þetta er flott grein hjá þér. Ég er sammála þessu að kærleikurinn breitir fólki.

Guð blessi þig og þíng fjölskyldu.

Þormar Helgi Ingimarsson, 19.10.2007 kl. 07:04

2 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Aldrei hef ég heyrt að óæfumaðurinn Honeker hefði frelsast, gott ef svo er. Ég fór reyndar til Austur-Þýskalands á sínumn tíma og það var vægast satt ekki huggulegt um að litast. Það var skortur á öllu. En Guð er góður og hafi Honeker iðrast þá er það gott, en ég á bágt með að trúa þessu en geri það samt vegna þess að þú segir að þetta hafi gerst. Guð blessi þig og þína.

Aðalbjörn Leifsson, 19.10.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband