14.1.2008 | 23:32
Áfram með grínið
Ég held að allir hafi gott af smá gríni, sérstaklega í Janúar.
Vísindamennirnir höfðu uppgötvað margt og mikið og komust af þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu ekki á Guði að halda. Þeir gætu klónað og hvaðeina. Þeir vörpuðu hlutkesti og síðan fór einn þeirra að tala við Guð og láta hann nú vita hvernig málin væru. Hann sagði: Afsakið herra Guð, við hér vinirnir höfðum verið mjög duglegir að skapa hluti og við komust af því að við þyrftum ekki á þér að halda, við gætum gert það sama og þú! Guð svaraði: Jæja svo þið segið það, heyrðu ég ætla að taka þig í próf og ef þú getur gert alveg eins og ég, samþykki ég það sem þú ert að segja. Guð tók upp mold, henti henni upp í loftið og áður en varði stóð þar maður. Vísindamaðurinn gerði sig líklegan til að gera hið sama, en þá sagði Guð: Nei Nei þína eign mold karlinn minn.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Stefán Þetta var góð færsla hjá þér. Takk fyrir þennsn brandara.
Þormar Helgi Ingimarsson, 15.1.2008 kl. 01:40
Já, þessi var góður og.
GUÐ LÆTUR EKKI AÐ SÉR HÆÐA.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 03:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.