Hættur á vegum

1sign171-med  Á liðum mánuðum hafa umferðamál verið mikið til umfjöllunar.  Það hefur verið þrýstingur á stjórvöld um úrbætur í vegakerfinu í formi tvöföldunar á leiðum út úr höfuðborginni sem er fyrir löngu orðnar tímabærar. Fé sem átti að renna til vegaframkvæmda hefur verið tekið í annað.  En loksins hyllir í að eitthvað sé að gerast í þeim málum. Reykjanesbrautin er að vera tvöföld alla leið, en ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut eftir að hún var tvöfölduð að hluta til. Einnig er áform um tvöfalda leiðina til Selfoss og til Borgarnes

Um leið og við fögnum bættum samgöngum sem eru í alla þáu, þá er að eitt sem hefur orðið útundan í þessum umræðum.  En það er olíumöl sem er dreifð á vegina og umferðin látin þjappa mölina niður í nokka daga. Við höfum eflaust mörg hver lent á svona kafla þar sem þykkt lag af steinum liggur á veginum.  Það glamrar í brettunum á bílunum þegar við ökum yfir þennan kafla sem getur verið allt að tveggja til þriggja kílómetralangur.  Ég hef sloppið nokkuð vel en þvi miður er ekki sama sagan sögð um alla. Jafnvel þótt skilið sýni 50km þá vitum fullvel að það eru einstaklingar í umferðinni sem hlýða hvorki reglum eða taka tillit til náungans. Það ekki nema einn misvitran og tillitslausan einstakling sem valda stórtjóni, stressi og hvaðeina.

Ég er viss um að vegagerðin gæti unnið þetta örðuvísi svo við gætum sótt Ísland heim án þess að eiga í hættu að stórskemma bílana og eyðilegga sumarfríið.

Það er komin tími til að við segjum: hingað og ekki lengra

Setjum þetta í körfuna, um bætt vegakerfi á Íslandi 2007

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband