Kristinn trú grunnvöllur þjóðfélagsins.

Á undanförum mánuðum og árum hafa heyrst raddir fólks sem segir að kristin trú sé ekki æskileg inn í skólakerfið. Þau segja að það  þurfi að gefa börnum rétt á heyra um meira en bara um eina trú. Þetta góða fólk lendir í sjálfheldu, þegar það vill taka kristna trú út úr skólakerfinu. Afhverju mega börnin ekki heyra um Kristna trú.
Staðreyndin er sú það flestir sem eru uppkomnir hafa farið í gegnum kristinn fræðslu. Mér sýnist þetta fólk ekki hafa haft neitt slæmt af þessu. Staðreyndin sú að þegar kristinn áhrif minnka í þjóðfélaginu byrjar þjóðfélagið að breytast. Gildin sem eru okkar lög eru byggð á, er kastað fyrir borð.
Þegar við horfum á íslenska þjóðfélagið og hvernig það hefur breyst og því miður ekki til batnaðar, læðist sú hugsun af mér ástæðan fyrir því gæti verið skortur á gildum, kristnum gildum, eins og t.d  „elskaðu náungann eins og sjálfan þig" Maður þarf ekki annað en að horfa á sumt íslensk efni sem byggist á því að bölva sem mest og ögra áhorfendum sínum.  Lína velsæmis færist alltaf lengra og lengra. og börn og ungt fólk horfir á þessa þætti og tekur inn þessa hugsun.
Væri ekki  nær fyrir siðmennt að beita sér fyrir því að þetta myndi stoppa og reglur settar um þáttargerð og málfar.
Það er ekkert að því að kynna trúarbrögð (ég segi ekki önnur trúarbrögð) vegna þess að Kristinn trú er EKKI trúarbrögð, heldur lífandi samfélag við Guð. Ég trúi því að svarið við þessum vandamálum sem eru til staðar í Íslensku þjóðfélagi sé kristinn trú. Trú á lifandi Guð, Guð sem er kærleikur og elskar alla menn og vill eiga samfélag við þá.
Hættum að kenna Guði um alla hluti. Horfum til baka og sjáum hvað kristinn áhrif hafa gert landinu gott.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Á undanförum mánuðum og árum hafa heyrst raddir fólks sem segir að kristin trú sé ekki æskileg inn í skólakerfið. Þau segja að það þurfi að gefa börnum rétt á heyra um meira en bara um eina trú. Þetta góða fólk lendir í sjálfheldu, þegar það vill taka kristna trú út úr skólakerfinu. Afhverju mega börnin ekki heyra um Kristna trú.

Stefán, þú skilur "þetta fólk" augljóslega ekki. Það vill að skólinn
fræði börn um kristna trú og einnig önnur trúarbrögð. Það segir
enginn að börnin megi ekki "heyra um kristna trú". Hins vegar vill
"þetta fólk" ekki að trúboð sé stundað í opinberum skólum.

...vegna þess að Kristinn trú er EKKI trúarbrögð, heldur lífandi samfélag við Guð.

Hvernig viltu skilgreina "trúarbrögð"? Ég hélt að það væri óumdeilt
að kristni væri trúarbrögð. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.9.2007 kl. 00:49

2 identicon

Hvað með að rækta trú frekar en trúarbrögð Stefán? Ég er mjög trúaður maður en ég iðka ekki nein trúarbrögð. Trúarfélög hafa aðeins einn tilgang ef grannt er skoðað minn kæri, og það er að viðhalda sjálfum sér, líkt og hvert annað hlutafélag.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 17:40

3 identicon

Fín grein hjá þér Stefán. Auðvitað þarf að koma kristinni trú inn í skólana. Er það ekki gott að kenna börnunum að virða hvort annað halda í heiðri boðorðin. Ekki hef ég heyrt um neina aðra trú sem getur fengið illmenni til að snúast algjörlega gjöra iðrun og snúa af sínum vonda vegi til hins góða, úr myrkri til ljóss, svo að segja samstundis. Sumir vilja vera Guðlausir og það er í lagi en kristið siðferði er gott. Heilagur Andi upplýsir menn um að vera heiðarlegir að það sé bezt að reykja ekki drekka ekki stela ekki ljúga ekki meiða ekki osfrv. Allt þetta eru mannlegir brestir og það er erfitt að vera góður í eigin mætti, en Kristur hann geri manni þetta kleift svo auðveldlega. Með þessu er ég ekki að segja að þeir sem eru ekki kristnir séu upp til hópa ómenni og varmenni alls ekki. Vantrúarmenn eru flottir enda skapaðir í Guðs mynd og Jesús elskar þá.

Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Takk fyrir að vekja máls á þessu, Stebbi minn.

Ég verð nú að viðurkenna að ég þekki ekki smáatriðin í þessu máli og læt þau því eiga sig.

Það er í sjálfu sér ekkert að því að kenna almenn trúarbragðafræði (á réttum tíma) en mig grunar að hér vilji sumir kenna önnur trúarbrögð til jafns við kristindóminn.  Þá er í raun verið að reyna að eyða trúararfi þjóðarinnar og því er ég gersamlega mótfallinn því það er ekki nokkur leið að það gæti orðið til heilla fyrir þjóðina.

Kristinn Örn, annað hvort hefur þú verið að skoða röng trúfélög eða þú ert bara að reyna að dæma og níða niður án þess að skoða neitt.

Aðalbjörn, frábær lokasetning hjá þér!  Hún hittir beint í mark! 

Kristján Magnús Arason, 1.10.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Hjalti.

Í fyrsta lagi hafa margir foreldrar verið látnir trúa því að verið sé með kristniboð í skólunum. Fyrir kannski tuttugu árum hafði engin á móti kristinfræðslu í skólum landsins. Í dag er búið að mála skrattan á vegginn og félög eins siðmennt berst fyrir því hörðum höndum að útrýma kristnifræði kennslu úr skólum landsins. Grunnvallar atriði kristindómsins er kærleikur til náungans, burt séð hvaða skoðun hann hefur. Ég myndi ekki mæla með fyrir þig að fara til múslima landa og byrja að tala og gagnrýna íslamstrú, nema að þú sért orðin leiður á lífinu. Það er enginn að troða einhverju á börnin, heldur fá börnin fræðslu um þá trú sem Ísland hefur byggt sitt traust á í gegnum árþúsundin. Þegar ég var í gaggó í kristinfræði var engin að troða neinu í mig. Ég vill meina að þessi „ótti" við kristnatrú stafi af þekkingarleysi. Auðvitað má kenna um önnur trúarbrögð en ekki á kostnað kristnifræðslunar. Ef hún verður tekin úr skólum landsins eru menn komnir í hring.

Stefán Ingi Guðjónsson, 3.10.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband