Kristin Trú. Biblíuleg Trú

 

world_behind_me_wp_1440x900Það vefst fyrir mörgum landanum í dag hvað Kristin trú er. Margir halda að vera Kristin trú  feli i sér að fara í messu helst fjórum sinnum á ári og hlusta í mörgum tilvikum á útþynntan og leiðinlegan boðskap, Presta sem taka tískusveiflur þjóðfélagsins fram yfir Biblíuna og það sem kristin trú stendur fyrir. Svo eru sumir góðir menn og konur sem fullyrða að þau séu Kristin en trúa ekki eða taka ekki mark á Biblíunni. Hvernig geta menn sagt að þeir séu kristnir ef þeir taka ekki mark á Orði Guðs. Eru þau ekki komin í svokallaða "sértrú", hugtak sem þau gjarnan skella á þá sem taka Biblíuna sem sitt kennivald og lifa samkvæmt Biblíunni.  Þetta er álíka gáfulegt eins ef ég myndi vilja læra á bíl en afneita umferðarlögum og reglum.

Vandamálið er að  fæstir ef ekki allir sem afneita Kristinni trú hafa aldrei upplifað sanna trú, heldur trúrækni og leiðinleg og úreld messuform. Farið í Hvítasunnukirkju eða Kirkju sem trúir og lifir samkvæmt orði Guðs. Þið munuð finna tilgang lífsins þegar þið gefist Guði. Biblían segir að eilífin sé í hverjum manni. Préd. 3:11.

Biblían talar um það að allir menn hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð Hans fyrir endurlausnina sem er í Kristi Jesú.

Jesú gerði það kleift að við gætum eignast samfélag við Guð. Biblían talar um það að við séum andi höfum sál og búum í líkama.  Þegar þú tekur á móti Guði inn í þitt líf, þá endurfæðist þú, þ.a.s að andi þinn endurfæðist og Guð tekur sér bústað í þér. 

Hverning meðtekur þú Guð inn í þitt líf. Rómverjabréfið 10:9-10 útskýrir það, " Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn- og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúðað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis

 Gangi þér vel, Guð elskar þig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Flottur pistill hjá þér. !!

Linda, 3.6.2007 kl. 18:20

2 Smámynd: Mofi

Góður pistill, gott að minna á að það er stór munur á lifandi trú og þeirri trú sem minnir meira á klúbbaðild þar sem allir hegða sér eins og þeir vilja.

Smá leiðrétting, við erum líkami sem hefur lífs anda frá Guði og þessi samsetning gerir okkur að lifandi sál ( 1. Mósebók 2:7 )

Mofi, 4.6.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Takk fyrir innlitið og orðin. Mofi, Ég hef aðeins annan skilning á þessu en þú. Við erum þó sammála um aðal atriðin.

Guð blessi ykkur

stingi

Stefán Ingi Guðjónsson, 4.6.2007 kl. 11:20

4 Smámynd: Mofi

Ertu ósammála því sem stendur í 1. Mósebók 2:7 og ef svo er, hver er þá þinn skilningur og á hverju er hann byggður?

Kv,
Mofi

Mofi, 4.6.2007 kl. 14:27

5 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Stefán, gaman að sjá síðuna þína og þakka þér góðan pistil.

Vona að ég megi blanda mér í umræðuna um anda sál og líkama. Biblían skilgreinir manninn sem anda sál og líkama. Orðið sem er þýtt "sál" í 1.mós 2.7. getur einnig þýtt lifandi sköpun, eða breathing creature, þannig að það þarf ekki endilega að segja okkur að maðurinn sé ekki einnig andi. Hins vegar eru þessi skil ekki alltaf mjög skýr.  En ef við lítum á Lúk 23.46. " Faðir í þínar hendur fel ég anda minn.   Matt. 26.38 " Sál mín er hrygg allt til dauða" Lúk.23.52 ..bað hann um líkama Jesú.

1.Þess 5.23 ..og andi yðar, sál og líkami varðveitist alheil.....

Hebr. 4.12. Orð Guðs........smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar.

Læt þetta nægja að sinni .

kv. Kristinn

Kristinn Ásgrímsson, 7.6.2007 kl. 23:36

6 Smámynd: Mofi

Ef orðið sem við notum yfir sál þýðir lifandi sköpun eða "breathing creature" þýðir það þá ekki að sál er lifandi líkami?  Þegar Biblían síðan talar um sálina þá er hún alltaf eitthvað viðkvæmt sem er hér í dag og horfið á morgun. Sálin er ekki eitthvað sem er eilíft sem er annað hvort til í anda formi eða einhverju öðru formi og aðeins Guð hefur ódauðleika

1. Tímóteusarbréf 6:16. Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Oftast kemur ágreiningur um þetta vegna hvernig maður sér helvíti, hvort að menn þjást að eilífu eða deyja að eilífu. Hvora afstöðuna hafið þið?

Mofi, 8.6.2007 kl. 11:08

7 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Mofi.

Já, Páll segir: Núna sjáum við eins og í skuggsjá, í ráðgátu.. 1. kor 13.12.  Jesús sagði nú reyndar: Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Jóh. 11.23-26. Biblían talar um tvenns konar líf, þetta nátturulega (psuche) talandi um lifandi veru. Síðan (Zoe ) líf eins og Guð hefur. Þegar Jesús segir í Jóh 10. 10: "Ég er kominn til þess að þeir hafi líf í fullri gnægð, "þá notar hann (zoe). Þannig að hann er að gefa eilíft líf lifandi veru, sem hefur jarðneskt líf. Biblían talar einnig um að við séum endurfædd af óforgengilegu (eilífu sæði) . Þannig að í trúnni á Hann eigum við ódauðleika og óforgengileika eða eilíft líf.

1.pét 1.9. talar um frelsun sálna okkar, Opinberun Jóhannesar 6.9. talar um sálir þeirra sem drepnir höfðu verið fyrir sakir Guðs orðs. Fil.2.12. ..vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta.....   Þannig að, þegar við endurfæðumst þá erum við ný sköpun í Kristi, andi okkar sem var dauður í synd er lífgaður með Kristi og Heilagur andi tekur sér bústað þar. Síðan byrjar andinn að hjálp okkur að endurnýja hugarfarið þ.e. vinna að sáluhjálpinni.

Nú biblían virðist bæði í hebresku og grísku hafa sitthvort orðið til að lýsa sál og anda.

Þannig að mín niðurstaða er sú að maðurinn sé andi og hafi sál og búi í líkama. Þegar ég kveð einhvern við jarðarför þá trúi ég því að sál hans sé farin og aðeins dauður líkaminn eftir.

Nú hvort andinn og sálin séu ódauðleg þá, virðast menn geta lesið sitthvora kenninguna út úr ritningunni. Hins vegar sjáum við í Opinb.20.12 . að hinir dauðu standa frammi fyrir hásætinu og fengu þar sinn dóm. Hvort þeir kveljast að eilífu, það er eitthvað sem ég er ekki búinn að gera upp við mig. Frá mannlegu sjónarhorni er erfitt að trúa að Guð leyfi slíkt. En aftur að byrjuninni, við sjáum sem í ráðgátu. Guð sendi jú soninn til að deyja, svo við ekki glötuðumst.

Kristinn Ásgrímsson, 8.6.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband