Kosningar 2007

Það líður brátt að kosningum eins of flestir hafa tekið eftir.  Ísland er að brjótast úr skel fortíðar en samt er eins og sumir vilji vera áfram í þeirri þröngu skel.  Umræðan snýst um allt eða ekkert. Annað hvort vilja menn drekka Íslandi í Álverum eða stoppa alla frekari hugsun um álver á Íslandi og helst loka þeim sem fyrir eru.

Mín skoðun er sú að Álver og náttúruvernd geta verið hlið við hlið upp að vissu marki.  Alco gæti gefið peninga sem yrðu notaðir markvisst í að rækta upp landið.  Að sjálfsögu þar að setja kvóta á hvað mörg Álver geta risið á Íslandi.  Það er ákveðin hætta fólgin i þessu stríði við Álverin.  Samtök og einstaklingar sem eru hvað harðast á móti Álverum, kynna, án þess endilega að ætla sér það, Ísland sem Álland og mála skrattann á vegginn. Þetta eru landkynningar sem margur ferðamaðurinn sér og fær ranga mynd af umræðunni.

Það gildir hið fornkveðna. Allt er best í hófi Mér finnst fólk gleyma tíðarandanum og hverning Ísland er að verða í allri þessari umræðu um Álver. Væri ekki betra að einbeita sér að laga tíðarandann og berjast fyrir réttari stöðu almúgans og þeirra sem minna mega sín.  Við skulum aldrei gleyma því að þjóðfélagið er hornsteinninn í Landinu.  Umhverfissjónarmið og vernd á náttúrunni eru að sjálfsögðu mikilvæg en samt ekki eins mikilvæg og þjóðfélagið sjálft. Mér finnst  kosningarnar eigi snúast um gildi þjóðfélagsins númer eitt tvö og þrjú. Við verðum dæma núverandi ríkisstjórn af verkum þeirra og spyrja okkur hvort við viljum þessa flokka við stjórnvölinn næstu fjögur árin. Við megum hvorki láta fortíðar hræðsludrauga sem koma fram á sviðið í hverjum kosningum, móta framtíð landsins.

 Við lifum ekki í fortíðinni heldur í nútíðinni og verðum þar að leiðandi að gefa öllum flokkum tækifæri að sína hvað þeir hafi fram að færa í komandi framtíð.

Í kjörklefanum verður þú að kjósa það sem þér lýst best á, án þess láta hræðsludrauginn tíðnefna stjórna þínum aðgerðum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband