Vottar Jehova

Vottar Jehóva eru samtök sem eru útbreidd út um allan heim. Þau segjast fara eftir Biblíunni. Málið er að þótt Vottar sjálfir séu gott fólk sem vill ÖLLUM vel, er þessi  sértrú hættuleg svo ekki sé meira sagt. Ég á vini sem eru Vottar og það er eins og þau sjá ekki hvað Biblían í raun kennir. Þau láta okkur hjónin fá rit sem við síðan tölum um þegar þau koma næst. Við bendum þeim vingjarnlega á það sem í þessum ritum stendur sé gjörsamlega úr lausu lofti gripið.
Vandmálið er að þegar fólk skellir á þau hurðum, herðast þau upp í því sem þau trúa. Þeim er sagt að búast við fjandsamlegu viðmóti, jafnvel hjá hinum Kristnu. Það að sýna þeim kærleika og virðingu  er ekki samþykki á hvað þau standa fyrir heldur kærleiki í anda Kristinar trúar.  Tvær reglur í þessu ferli eru mjög mikilvægar.  1. Að sýna kærleika.  2. Vita hvað þú trúir og hvað þau trúa. Ég veit um fólk sem hefur losnað úr viðjum þessara samtaka. Það er frábært að sjá þetta fólk þegar það upplifir Kristna trú. Munum að gæska Guð leiðir fólk til iðrunar. Guð blessi ykkur

mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Stefán þetta er rétt afstaða hjá þér að taka vel á móti þessu fólki. Við eigum að elska alla okkar samferðamenn og sýna hverjum og einum virðingu. Guð bless þig og þína fjölskyldu í Jesú nfni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 6.11.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt er þetta hjá þér Stefán minn. Guð blessi þig fyrir þetta, því ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki verið barnanna bestur gagnvart Vottunum, og er þetta þörf áminning. Guð blessi þig Stefán, um alla tíð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll herra Stefán. Þetta er virkilega góð grein. Þetta er alveg rétta viðhorfið að elska þau þó að þau trúi ekki alveg á krist Jesú og fara rangt með hluti. Ég er ekki að segja að við sem erum sann kristnir að hjálpa þeim að fara með rangt fagnaðarerendi. Ég þakka þér aftur fyrir og gott að fá álit þitt á Vottunum.

Guð blessi þig Stefán minn. Walk in love brther.

Þormar Helgi Ingimarsson, 10.11.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Góð grein hjá þér bróðir. Rétta nafn Guðs er líka Jahve en ekki Jehóva þannig að þeir eru líka á viligötum þar...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.11.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband