Bænarganga 2007

English_ezg_logo_2007

Bænarganga tókst með afbrigðum vel. Veðrið var gott og um 3000 manns saman komnir til að biðja fyrir Landinu okkar. Við tókum okkur stöðu og báðum fyrir Landinu og gegn því myrkri sem reynir að herja á Landið.

Því miður fékk gangan ekki sömu umfjöllun í fjölmiðlum og ganga samkynhneigðra. Maður veltir því fyrir sér hvort Ríkisjónvarpið sé ekki lengur sjónvarp ALLRA landsmanna. Sjónvarp sem segir hlutlaust frá öllu því sem gerist á Landinu okkar.  Kannski er það vegna þess við heimtum ekki að allir hlusti á okkur og skipuleggjum áróður þar sem allir sem eru á móti okkur séu dæmir sem fordómafullir, þröngsýnir og gamalsdags.

Kristinn trú er það sem hefur haldið landinu saman í öll þessi ár. Við sem erum kristinn ætlum að sýna fram á það að Kristinn trú og Biblían eiga samleið í nútíma samfélagi.

Guð blessi ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Bróðir Stefán! Þetta er byrjunin við látum ekki staðar numið. Aldrei það er ekki í boði. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.  

Aðalbjörn Leifsson, 11.11.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það er erfitt að meta fjölda, maður hefur tilhneigingu til að ofmeta.

Ég fór í Laugardalshöllina þegar samkoman stóð sem hæst. Ég áætlaði 800 í stúku, 400 á gólfi og 200 í anddyri og veitingasölu. Samtals 1400. Aðferðin er: Maður horfir yfir hópinn og reynir að skipta í tvennt um þungamiðju. Síðan aftur í tvennt osfrv. eins oft og þurfa þykir. Þannig skipti ég anddyrinu í fjóra hluta og snöggtaldi einn hlutann (um 30) og margfaldaði upp (120) og bætti við um 30 sem voru við veitingasölurnar. Síðan hækka ég töluna til að taka tillit til þeirra sem voru fyrir utan/á klósettinu og til að forðast þá villu að vantelja. Um leið og ég var búinn að áætla 1400 stóð Baldur upp og tilkynnti að i höllinni væru milli 2500 og 2800 manns. Ég er sáttur við að mætast á miðri leið og það hafi verið 2000 hámark.

Myndir: http://www.selfossgospel.is/album/display.aspx?fn=hvitasunnukirkjan_selfossi&aid=748308

Myndirnar á hvítasunnisíðunni sem vitnað er til hér að ofan gerir kleift að telja líka. Á myndinni af fólki sem er að ganga niður skólavörðustíg sést í uþb. 150 höfuð. Á myndinni sem sýnir mestan fjölda fyrir framan kirkjuna er hægt að áætla um 300 höfuð.

Á Austurvelli myndar styttan af Jóni odd á þríhyrningi sem bendir á Alþingishúsið. Þessi þríhyrningur er um 700 fermetrar. Ef hann væri þéttfullur en ekki troðinn gæti 1500 manns verið á honum. Miðað við myndirnar á hvítasunnuvefnum fyllir mannskapurinn svæði sem er um 400 fermetrar og gæti þá verið 800 manns miðað við þétta dreifingu en allt að tvöfalt það ef hópurinn stendur troðið saman.

Þannig að ég dreg þessar 3000 og 4000 tölur mjög í efa, vægast sagt!

Brynjólfur Þorvarðsson, 11.11.2007 kl. 22:00

3 identicon

Hæ Stebbi!

Ég var hundfúl yfir því að komast ekki í bænagönguna - frétti að hún hefði verið alveg mögnuð. Ég var að vinna á laugardaginn og lá svo í gubbupest frá laugardagskvöldi og fram á sunnudag.

Er sammála því að við sem erum kristin eigum ekki að þurfa að skammast okkar fyrir trú okkar - þótt fólk vilji kalla okkur "trúarnöttara", lol.

Guð geymi þig og Debbie.

Gunný

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 14:47

4 identicon

já því miður er minna og minna er litið á hvað kristna fólkið er að gera, ég sé mikið af því hérna í bandaríkjonum það er meira tekið eftir þér ef þú er muslim. vonandi er Jesus á leiðini. þú hefur margt got að segja  vicky jónsdóttir

Vicky Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband