Reiði, heift sama sem ástæða.

Það er hreint merkilegt hvað sumir bloggarar verða reiðir þegar við hinir „kristnu bloggarar" stígum á stokk og bentum á hvað það sé gott að trúa á Guð. Orð eins „kúkalabbar,þröngsýnir" og það fram eftir götunum sýnir augljóslega þroska þeirra sem svona skrifa. Þessi mikla reiði stafar oft af einhverju sem gerðist í fortíðinni. Stundum hefur viðkomandi opnað sig meira en hann myndi ella hafa gert og traust sem hann sýndi viðkomandi ekki endurgoldið.

Svo eru það aðrir sem vilja galopna landið fyrir öllum trúarstefnum án þess að hafa minnstu hugmynd um afleiðingarnar sem það hefur í för með sér. Það er t.d nokkuð ljóst að þegar Múslimar ná meira hluta í Evrópusambandinu munu þeir þegnar sem í því verða, þurfa að gangast undir Islam eða hreinlega að vera drepnir í versta falli en í besta falli að lifa í skugga Islam. Þau myndu t.d ekki fá að hafa börn í sömu skólum, ekki búa í jafn góðu húsi o.s.frv. Ég er alls ekki á móti Múslimum sem fólki, heldur er ég aðeins benda á hættuna sem stafar af þessari trú.

Islam og Kristinn trú eru eins og svart og hvítt. Látum ekki fámennan hóp manna ná því fram að kristin trú verði ekki lengur trú Islands.

„Ó Guðs vors lands," nú og um alla framtíð

 Guð blessi ykkur öll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen. Preach it brother.

Það er alveg með ólíkindum hvað fólk rýkur upp til handa og fóta ef maður svo mikið sem dirfist að segja eitthvað neikvætt um önnur trúarbrögð, en á sama tíma er eins og það sé bókstaflega búið að gefa veiðileyfi á kristindóminn! Og fólk getur leyft sér alveg ótrúlegan dónaskap þegar kristin trú er annars vegar. *sigh*

Við "kristnu trúarnöttarar" verðum að standa saman og láta ekki neikvætt tal draga úr okkur kjarkinn. Því að óvinur okkar er ekki múslimar, Vantrú eða eitthvað annað mannlegt. Óvinurinn er sá sami og frá upphafi, og margir virðast því miður vera búnir að taka á sig merki hans...  Sbr. Efes. 6. kafla.

Guð blessi þig ævinlega! Kveðja, Gunný

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 19:45

2 identicon

Og ég ásamt öðrum trúfrjálsum bendum á þær augljósu hættur og rökleysu með að trúa á guð, spiderman eða bara hvaða súperhetju sem er, reyndar er umdeilanlegt hvort guð sé súperhetja

DoctorE (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 15:19

3 identicon

Mér finnst rökleysa að trúa EKKI á Guð.

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Hæ DoctorE,

Hvernig getur það verið rökleysa að trúa á Guð? Er það ekki meiri rökleysa að „trúa" því að þú sért bara til fyrir einhverja tilviljun. Ég leyfi mér að fullyrða með allri virðingu, að þú hafir aldrei kynnt þér Kristindóminn, hver Guð er. Það sést best á því að þú líkir því saman við spiderman.

Guð blessi þig

Stefán Ingi Guðjónsson, 12.1.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband