„Seðill, Seðill ég kaupi bara svona bíl

ci_C1_05_3Mér blöskrar alveg að heyra að landinn sé að henda 6 til 7ára gömlum bílum til að geta keypt sér einn nýjan á 3 milljónir.  Gylliboðin hljóma hvert öðru „betra" aðeins 15 þúsund á mánuði smáaletrið í 84 mánuði í blandari gengiskörfu sem þýðir á mannamáli að 15þúsundin geta orðið að 30þús á mánuði. Ég er alls ekki á móti því að fólk eigi nýja bíla, en máltækið að sníða sér stakk eftir vexti er horfið í glys auglýsinga bílaumboðana sem keppast um að mikilvægi þess að vera „Cool" á nýjum bíl.

Fyrir skemmstu átti ég samræður við mann sem var skuldum vafin en var samt sem áður að spá í bíl á einhverjar milljónir. Sem betur fer vaknaði viðkomandi og keypti sér fínan bíl á  innan við hálfa milljón.

Margir átta sig ekki á  því að þegar ný bíll er keyptur þá þarf að koma með hann reglulega í skoðun eigi ábyrgðin að haldast. Þannig verður þetta eins og snjó bolti sem rúllar niður hliðina.

Það er því rétt að hugsa málið til þrautar áður enn arkað er í umboðið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband