Faldir kynþáttafordómar

Á undanförnum árum hefur fluttust til Íslands mikið af fólki að erlendu bergi brotnu. Mest allir koma hingað til að blandast íslensku samfélagi og eru nýtir þjóðfélags þegnar. Stundum hljómar á öldum ljósvakans fréttir af glæpum og ég hef orðið var við að sé það útlendingur sem brýtur á sér, er sagt frá hvaða landi hann er.  Þær raddir hafa heyrst að senda þessa ógæfu menn til síns heima. Ég ætla ekki að leggja mat á það. Mér finnst það vanhugsaður fréttaflutningur að segja frá hvaða landi viðkomandi er. Mér kemur það bara hreint ekkert við. Hættan liggur í því að fólk fari að líta niður á landa þessara ógæfumanna sem hafa ekkert annað sameiginlegt með þeim en að vera frá sama landi. Jafnvel þótt stjórnvöld myndu senda viðkomandi til síns heimalands, myndi það en og aftur vera mér óviðkomandi.  Það heyrist sagt: „Við getum bara fengið einhverja Pólverja til að gera skítaverkinn"

Stöldrum við, og setjum okkur í spor þessa fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, ég er sammála því. Hinsvegar verða stjórnvöld að fara að huga að því hverjum á að hleypa inn í landið og hverjum ekki. Mér finnst lágmark að kanna hvort viðkomandi sé með hreina sakaskrá. Eins og er virðist Ísland vera einskonar flóttaparadís fyrir erlenda glæpamenn. Engar hömlur virðast vera, sé fólk komið til að vinna.

Kær kveðja frá Bryndísi.

P.s. við Baldur erum nú í dag saman í Biblíuleshópi.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.3.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Alveg sammála  fordómar eiga ekki að eiga sér stað, og líka sammála henni Bryndísi - mér er alveg sama hvaðan fólkið er ef það eru góðir þjóðfélagsþegnar ! held við eigum nóg með okkar eigin glæpamenn þó við séu ekki að flytja þá inn

Sigríður Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband