Kristin trú

Ég hef undanfarið verið að velta fyrir mér hvers vegna hópur góðra manna er svo andsnúinn kristni trú eða þeir kalla sig vantrúaða.  Þeir vera reiðir þegar er sagt við þá að Guð elski þá og svara oft á tíðum að þeir vilji ekki vera elskaðir af Guði Biblíunnar.

Það er eitt að hafa kannski ekki mikil áhuga á Kristinni trú en hitt er að eyða sínum dýrmæta tíma að finna henni flest til foráttu. Það læðist að mér sú hugsun það þeir hafði upplifað eða lent í slæmri reynslu í kirkju, hvort heldur þjóðkirkju eða fríkirkju. Það er eitthvað í skrifum þessara góðu manna sem bendir til dapurlegar reynslu og leyfi ég mér að fullyrða að þeir hafi í raun og veru ekki kynnst hinum persónulega Guði Biblíunnar. Það fer engin í grafgötur með það að margt hefur verið gert slæmt í nafni trúar en einnig margt gott. Þeir sem hafa lesið nýa testamentið með opnu hjarta sjá kærleika Guðs er skín svo sterkt út úr köflunum. Þeir fara um drepa og limlesta fólki í nafni Guðs hafa algjörlega misst sjónar af Guði og orði hans. Guð segir að við eigum elska óvini okkur og biðja fyrir þeim. Hvernig getur þú elskað einhvern sem hatar þig? Guð gefur þér kraft til þess og tala ég af eigin reynslu í þessum málum.

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf  son sinn eingetin til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Hvernig væri að stíga niður úr fílabeinsturninum að kynna sér í raun og veru um hvað kristin trú fjallar. Ég get lofað því að sú kynning mun breyta lífi þínu.

 Guð blessi þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta snýst ekki um andúð á kristni sem slíkri, heldur á ítökum kirkjunnar. Sóknargjöld, ofurlaun presta og kristniboð í skólum fara mun meira í taugarnar á flestum guðleysingjum heldur en nýja testamentið, Pétur og Páll.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Presturinn minn fær enginn laun frá kirkjunni sinni! Kristniboð til barna er það ekki byggt á því að elska náungann eins og sjálfan sig. Ekki leggja aðra einstaklinga í einelti heldur virða og elska þá?

Ég man að þegar ég var í skóla að mér leiddist alveg óskaplega Kristnifræði kennslan í skólanaum, enda var þetta alveg andlaus kennsla, það var ekkert fútt í þessu. Mér þótti Jólasveinninn skemmtilegri heldur en Jesú barnið. Kennslan var svo léleg. Ef ég hefði fengið alvöru kennslu þá hefði ég tekið á móti Kristi Jesú miklu fyrr.

Aðalbjörn Leifsson, 1.10.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband