Frelsaður, endurfæddur ??

Þetta eru orð sem koma mörgum manninum spánskt fyrir sjónir. Margir hafa ekki hugmynd hvað þetta þýðir eða felur í sér. Mig langar að útskýra þau.

Að vera endurfæddur hefur ekkert með endurholgun að gera. Endurholgunar lögmálið er miskunarlaus  trúarbrögð, „hvað meinar þú með því" kann eflaust einhver að spyrja. Ef ég að hyllist endurholgunar lögmálið á ég ekki að vorkenna eða hjálpa manneskju sem er föltuð, vegna þess að þetta er hennar karma og afleiðing fyrra lífs. Hún mun í næsta lífi ef hún gerir rétt í þessu, fæðast sem heilbrigð manneskja. Þar sem þessi trúarbrögð hafa iðkuð í margar aldir eru áhrifin augljós  á samfélagi manna. 

Engin miskunn, ekki satt. Biblían þvert á móti kennir um elsku Guðs til manna og að hann þráir að eiga samfélag við alla menn. Fólk sem fæðist fatlað eða með sjúkdóm getur öðlast lækningu. Trúarbrögðin kenna að maðurinn verði að vinna sig upp til einhverskonar Guð sem er ekki personulegur á neinn hátt, heldur fjarlægur. Kristinn trú kennir að maðurinn geti aldrei unnið sig upp til Guðs. Núna komum við að orðinu Endurfæddur. Biblían kennir að Guð er þríeinn, faðir, sonur og heilagur andi og hann skapaði okkur í sinni mynd. Við erum andi sem höfum sál og búum í líkama. Biblían kennir líka um Adam og Evu, hverning þau óhlýðust Guði með því að borða af forboðna trénu, skilning tré góðs og ills. Andi mannsins dó og þau fóru út úr nærveru Guðs. Þau sáu þau voru nakinn. En Guð sýni kærleika sinn í verki og þakti nekt þeirra með laufblaði.

Þegar þú gefur líf þitt til Guðs og býður honum inn í líf þitt, endurfæðist andi þinn. Menn taka eftir því að hlutir sem þeir voru vanir að gera og blótyrði sem þeir notuðu iðurlega voru farin. Þer voru hættir að blóta, ekki af því að einhver í kirkjunni sagði þeim það heldur gerðist það innra með þeim. Þú öðlast þrá til að lesa í Biblíunni og eiga samfélag við Guð og Guð mun hafa samfélag við þig. Þetta líf breytir mönnum og margir hafa verið djúpt í glapstigum lífsins, verið eiturlyfjasalar, rekið vændi og stundað handrukkun. Þessir sömu menn vitna um hvernig Guð kom inn í líf þeirra og breytti þeim frá a til ö.

Að frelsast er þessi upplifun, það er eins og að vakna af svefni og maðurinn upplifir hvernig lífið fær tilgang og hamingju. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu Stefán!

Jer.29:11

Bið að heilsa frúnni

Guð geymi ykkur

         Halldóra Ásgeirsdóttir.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 27.9.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Árni þór

Gott hjá þér að útskýra munin á endurfæddur og endurholdgun  , ert þú ekki Stefán annars með þátt á útvarpsstöðinni Lindinni eða hvað?

Árni þór, 27.9.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Sæl

Takk fyrir innlitið. Jú það passar ég er með þátt á Lindinni.

Guð blessi ykkur.

Stefán 

Stefán Ingi Guðjónsson, 27.9.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Árni þór

Ég hlusta oft á Lindina í bílnum og á þáttinn þinn ,

Guð blessi þig sömuleiðis

Árni þór, 28.9.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband