Færsluflokkur: Bloggar

Kosningar 2007

Það líður brátt að kosningum eins of flestir hafa tekið eftir.  Ísland er að brjótast úr skel fortíðar en samt er eins og sumir vilji vera áfram í þeirri þröngu skel.  Umræðan snýst um allt eða ekkert. Annað hvort vilja menn drekka Íslandi í Álverum eða stoppa alla frekari hugsun um álver á Íslandi og helst loka þeim sem fyrir eru.

Mín skoðun er sú að Álver og náttúruvernd geta verið hlið við hlið upp að vissu marki.  Alco gæti gefið peninga sem yrðu notaðir markvisst í að rækta upp landið.  Að sjálfsögu þar að setja kvóta á hvað mörg Álver geta risið á Íslandi.  Það er ákveðin hætta fólgin i þessu stríði við Álverin.  Samtök og einstaklingar sem eru hvað harðast á móti Álverum, kynna, án þess endilega að ætla sér það, Ísland sem Álland og mála skrattann á vegginn. Þetta eru landkynningar sem margur ferðamaðurinn sér og fær ranga mynd af umræðunni.

Það gildir hið fornkveðna. Allt er best í hófi Mér finnst fólk gleyma tíðarandanum og hverning Ísland er að verða í allri þessari umræðu um Álver. Væri ekki betra að einbeita sér að laga tíðarandann og berjast fyrir réttari stöðu almúgans og þeirra sem minna mega sín.  Við skulum aldrei gleyma því að þjóðfélagið er hornsteinninn í Landinu.  Umhverfissjónarmið og vernd á náttúrunni eru að sjálfsögðu mikilvæg en samt ekki eins mikilvæg og þjóðfélagið sjálft. Mér finnst  kosningarnar eigi snúast um gildi þjóðfélagsins númer eitt tvö og þrjú. Við verðum dæma núverandi ríkisstjórn af verkum þeirra og spyrja okkur hvort við viljum þessa flokka við stjórnvölinn næstu fjögur árin. Við megum hvorki láta fortíðar hræðsludrauga sem koma fram á sviðið í hverjum kosningum, móta framtíð landsins.

 Við lifum ekki í fortíðinni heldur í nútíðinni og verðum þar að leiðandi að gefa öllum flokkum tækifæri að sína hvað þeir hafi fram að færa í komandi framtíð.

Í kjörklefanum verður þú að kjósa það sem þér lýst best á, án þess láta hræðsludrauginn tíðnefna stjórna þínum aðgerðum.

 

 


Lindin kristileg útvarpsstöð 12 ára

Tíðnisvið LindarinnarLindin fagnaði 12 ára afmæli sýnu þann 11 mars síðast liðin.

Lindin hefur vaxið og dafnað og er eingöngu rekin af einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hafa jákvætt útvarp með jákvæðum boðskap 24 tíma sólarhrings 7 daga vikunnar. Við höfum 12 senda eins og er, en brátt munum við hafa 15 senda. Þá mun Lindin ná til alls landsins.

Hver klukkutími á Lindinni kostar 3500kr.  Vilt þú vera með í jákvæðum útvarpsrekstri.   

Síminn er 5671818.


Hættur á vegum

1sign171-med  Á liðum mánuðum hafa umferðamál verið mikið til umfjöllunar.  Það hefur verið þrýstingur á stjórvöld um úrbætur í vegakerfinu í formi tvöföldunar á leiðum út úr höfuðborginni sem er fyrir löngu orðnar tímabærar. Fé sem átti að renna til vegaframkvæmda hefur verið tekið í annað.  En loksins hyllir í að eitthvað sé að gerast í þeim málum. Reykjanesbrautin er að vera tvöföld alla leið, en ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut eftir að hún var tvöfölduð að hluta til. Einnig er áform um tvöfalda leiðina til Selfoss og til Borgarnes

Um leið og við fögnum bættum samgöngum sem eru í alla þáu, þá er að eitt sem hefur orðið útundan í þessum umræðum.  En það er olíumöl sem er dreifð á vegina og umferðin látin þjappa mölina niður í nokka daga. Við höfum eflaust mörg hver lent á svona kafla þar sem þykkt lag af steinum liggur á veginum.  Það glamrar í brettunum á bílunum þegar við ökum yfir þennan kafla sem getur verið allt að tveggja til þriggja kílómetralangur.  Ég hef sloppið nokkuð vel en þvi miður er ekki sama sagan sögð um alla. Jafnvel þótt skilið sýni 50km þá vitum fullvel að það eru einstaklingar í umferðinni sem hlýða hvorki reglum eða taka tillit til náungans. Það ekki nema einn misvitran og tillitslausan einstakling sem valda stórtjóni, stressi og hvaðeina.

Ég er viss um að vegagerðin gæti unnið þetta örðuvísi svo við gætum sótt Ísland heim án þess að eiga í hættu að stórskemma bílana og eyðilegga sumarfríið.

Það er komin tími til að við segjum: hingað og ekki lengra

Setjum þetta í körfuna, um bætt vegakerfi á Íslandi 2007

 


Christembassy.org

chrisÉg vil benda ykkur á þessa dúndur kirkju. Chris Oyakhilome er Pastor og stofnandi Guðs rásarinar Loveworld.

Þið getið keypt bækur snældur cd eða dvd.

Seven things the holy spirit will do in you

Guð mun blessa ykkur upp úr skónum

http://christembassy.com/


Lindin Jeppaferð 2006

Við fengum mjög gott veður á síðasta ári þegar var farið í hina árlegu Jeppaferð Lindarinnar.

 Við hittumst hjá Shell Select við Ölgerðina kl 8.00 Það var spenningur í lofti og eftirvænting yfir því sem koma skildi. Guð blessaði ferðina með því að gefa okkur gott ferðaveður.

 Við héldum sem leið lá suður með sjó og var ferðinni heitið á Sólheimasand til að skoða flugvélaflag af bandaríski flugvél sem nauðlenti þar fyrir 30 árum. Bandaríkjamenn ákváðu að hirða allt úr henni og skilja hana svo eftir.

Hópurinn langaði í sólbað. Í Apríl á Íslandi....ha ? Auðvitað þar sem sólin skín. ReynisfjaraSmile 

Eftir það lá leiðin um heiðavatn inn í svokallað þakgil sem rétt við Költu. Það var dálítið undarleg tilfinning að hugsa að ef Kalta hefi gosið þá hefðum við verið eins og kartöflur í potti.

Við keyrðum síðan sem leið lá til Vikur í Mýrdal nánar tiltekið í sjoppunar þar sem fólk fyllti bæði tanka og maga.

Eftir að faraskjótar og fólk var mett var farið upp á Reynisfjall sem er fjallið fyrir ofan vík. Þar var gamall og yfirgefið hús sem herinn notaði sem loftskeytastöð

Við enduðum síðan þennan góða dag í fljótshlíðinni nánar tiltekið Hlaðgerðarkoti þar beið okkar hinn þjóðlegi réttur, Kjötsúpa með kjöti, kartölfum og róum

 

Nokkrir af farskjótum ferðarinnar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband