Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.3.2008 | 01:05
Faldir kynþáttafordómar
Á undanförnum árum hefur fluttust til Íslands mikið af fólki að erlendu bergi brotnu. Mest allir koma hingað til að blandast íslensku samfélagi og eru nýtir þjóðfélags þegnar. Stundum hljómar á öldum ljósvakans fréttir af glæpum og ég hef orðið var við að sé það útlendingur sem brýtur á sér, er sagt frá hvaða landi hann er. Þær raddir hafa heyrst að senda þessa ógæfu menn til síns heima. Ég ætla ekki að leggja mat á það. Mér finnst það vanhugsaður fréttaflutningur að segja frá hvaða landi viðkomandi er. Mér kemur það bara hreint ekkert við. Hættan liggur í því að fólk fari að líta niður á landa þessara ógæfumanna sem hafa ekkert annað sameiginlegt með þeim en að vera frá sama landi. Jafnvel þótt stjórnvöld myndu senda viðkomandi til síns heimalands, myndi það en og aftur vera mér óviðkomandi. Það heyrist sagt: Við getum bara fengið einhverja Pólverja til að gera skítaverkinn"
Stöldrum við, og setjum okkur í spor þessa fólks.
30.3.2008 | 00:31
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
það var ekki spurning um hvort heldur hvenær allt syði upp úr. Stjórnvöld hafa verið að kynda upp reiði hjá almenningi sem endaði á suðupunti á þessum ágætu bílstjórum. Almenningur verður að gera sér grein fyrir þeim krafti sem samstaða er. Íslendingar hafa oft verið seinir til en þegar þér gera það, er það gert sem stæl. Höldum áfram friðsamlegum mótmælum en gætum þess að stofna ekki almannaheill í hættu. Bílstjórarnir ættu kannski að loka þingmennina inni. Þá hefðu þeir í það minnsta meiri möguleika að tala við þá.
MUNUM MÁLTÆKIÐ: SAMAN STÖNDUM VÉR, SUNDRAÐIR FÖLLUM VÉR.
Áframhaldandi umferðarskærur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 00:39
Umhverfistefnan
Eftir að hafa búið í 6 ár í Bretlandi finnst mér umhverfisstefna ráðamanna á Íslandi undarleg.
Í nokkurn tíma hefur verið boðið upp á svokallaðar grænar ruslatunnur og fólki sagt að það geti farið í áskrift og borgað 1000kr á mánuði fyrir þann munað" að fá að nota þessa ágætu umhverfisvænu ruslatunnu. Þótt 1000kr séu kannski ekki mikill peningur, er það kannski ástæðan fyrir því að við sjáum ekki grænar ruslatunnur við hvert hús. Í stað þess að rukka fólk væri möguleiki fyrir sveitafélögin að lækka lítillega útsvar á þeim sem skuldbinda sig að nota þessar tunnur eða að koma til mót við þetta duglega fólk á einhvern hátt. Þótt Bretland sé eftir vill ekki umhverfis vænasta landið í heiminum, var ég duglegur að setja plast og pappa í þar til gerðan ruslapoka sem bærinn skaffaði frítt frítt Já frítt og voru síðan sóttir að dyrum. Það var með öðrum orðum reynt að láta fólk hafa sem minnst fyrir að sortera sitt daglega rusl.
Dísil bílar menga minna eyða minna osfrv. Ég skellti mér einn slíkan sem er rúmlega eitt og hálft tonn. Meðaleyðsla fyrir þennan þunga bíl er um 7. L á 100km. Samsvarandi bensín bíll væri að eyða um 12 L á 100km Ég var glaður og ég hugsaði með mér að ríkistjórnin myndi sjá til þess að Dísil olían væri allavegana á sambærilegu verði og bensínið. En það var nú öðru nær og nú er um 10króna verðmunur á bensíni og olíu.
Ég bý á stór Reykjavíkursvæðinu, nánar tiltekið á suðurnesjum og þó atvinnumál hér séu í ágætu standi, fara margir í vinnu til Reykjavíkur. Væri ekki hægt að hafa strætó rétt eins og á Akranesi. Ég er viss um margir myndu nýta sér þjónustu þeirra.
Ég er alls ekki að gera lítið úr átakinu kolviður sem hið besta átak. En mér finnst samt sem áður að stjórnvöld sjá ekki skóginn fyrir trénu.
Betur má er duga skal.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)