Neyðin kennir naktri konu að spinna.

það var ekki spurning um hvort heldur hvenær allt syði upp úr. Stjórnvöld hafa verið að kynda upp reiði hjá almenningi sem endaði á suðupunti á þessum ágætu bílstjórum.  Almenningur verður að gera sér grein fyrir þeim krafti sem samstaða er.  Íslendingar hafa oft verið seinir til en þegar þér gera það, er það gert sem stæl. Höldum áfram friðsamlegum mótmælum en gætum þess að stofna ekki almannaheill í hættu.  Bílstjórarnir ættu kannski að loka þingmennina inni. Þá hefðu þeir í það minnsta meiri möguleika að tala við þá.

MUNUM MÁLTÆKIÐ: SAMAN STÖNDUM VÉR, SUNDRAÐIR FÖLLUM VÉR.


mbl.is Áframhaldandi „umferðarskærur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfistefnan

Eftir að hafa búið í 6 ár í Bretlandi finnst mér umhverfisstefna ráðamanna á Íslandi undarleg.

Í nokkurn tíma hefur verið boðið upp á svokallaðar grænar ruslatunnur og fólki sagt að það geti farið í áskrift og borgað 1000kr á mánuði fyrir þann „munað" að fá að nota þessa ágætu umhverfisvænu ruslatunnu. Þótt 1000kr séu kannski ekki mikill peningur,  er það kannski ástæðan fyrir því að við sjáum ekki grænar ruslatunnur við hvert hús.  Í stað þess að rukka fólk væri möguleiki fyrir sveitafélögin að lækka lítillega útsvar á þeim sem skuldbinda sig að nota þessar tunnur eða að koma til mót við þetta duglega fólk á einhvern hátt. Þótt Bretland sé eftir vill ekki umhverfis vænasta landið í heiminum, var ég duglegur að setja plast og pappa í þar til gerðan ruslapoka sem bærinn skaffaði frítt frítt Já frítt og voru síðan sóttir að dyrum. Það var með öðrum orðum reynt að láta fólk hafa sem minnst fyrir að sortera sitt daglega rusl.

Dísil bílar menga minna eyða minna osfrv. Ég skellti mér einn slíkan sem er rúmlega eitt og hálft tonn. Meðaleyðsla fyrir þennan þunga bíl er um 7. L á 100km. Samsvarandi bensín bíll væri að eyða um 12 L á 100km Ég var glaður og ég hugsaði með mér að ríkistjórnin myndi sjá til þess að Dísil olían væri allavegana á sambærilegu verði og bensínið. En það var nú öðru nær og  nú er um 10króna verðmunur á bensíni og olíu.

Ég bý á stór Reykjavíkursvæðinu, nánar tiltekið á suðurnesjum og þó atvinnumál hér séu í ágætu standi, fara margir í vinnu til Reykjavíkur. Væri ekki hægt að hafa strætó rétt eins og á Akranesi. Ég er viss um margir myndu nýta sér þjónustu þeirra.

Ég er alls ekki að gera lítið úr átakinu kolviður sem hið besta átak. En mér finnst samt sem áður að stjórnvöld sjá ekki skóginn fyrir trénu.

Betur má er duga skal.


Gleðilega Páska

Nú þegar Kristnir menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists og sigri hans yfir dauða og hel, vil ég skora á alla bloggara að kynna sér Kristna trú og fá að upplifa kærleika Guðs og tilgang með lífinu.

Þú komst ekki bara í þessa jörð til að lifa einhver 70-80 ár og verða síðan að mold. Guð elskar þig. Hann er  raunverulegur og yndislegur faðir.  Staldraðu við, og leyfðu Guði að sýna þér hans áæltun með líf þitt. Jermía 29:11: „Ég þekki þær fyrirætlanir sem ég hef með líf þitt, fyrirætlanir til heilla, að veita þér vonarríka framtíð."

Guð gefi þér gleðilega Páska.


Lífbreytandi trú

lastscan

Ég er elsti sonur í stórri kínverski fjölskyldu. Við bjuggum í þorpi í Sungai Petani í Malasíu. Í Skólanum varð ég fyrir miklum áhrifum vina minna sem gerði það að verkum að ég leiddist út í götugengja slagsmál og byrjaði að reykja og nota eiturlyf. Eitt leiddi af öðru og brátt var ég farin að selja eiturlyf. Áður en ég áttaði mig á hættunni, náði armur lagana í mig og dæmi mig til tuttugu ára fangelsisvistar í Alor  Star fangelsið.

Ég hélt áfram mínum reykingavana og notaði blaðsíður úr Gídeon Biblíu  til að vefja saman sígrettur. Næstum hver fangi notaði pappírinn sem var að finna í Gídeon Biblíunni sem var mjög góður. Dag einn talaði harðgerður fangi ákaflega um Jesú til annarra fanga, eftir að hafa lesið Biblíuna. Ég komst af því síðar að hann hafði komist til trúar á Jesú. Ég sá einnig að fjórir aðrir fangar komust til trúar með því að lesa Gídeon Biblíuna.

Þetta fékk mig til að hugsa um kraftinn í þessari bók. Ég byrjaði að lesa frá 1 Mósebók. Dag einn var ég að lesa frá Lúkasarguðspjalli 12:6-7: „ Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Verið óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.” Þegar ég hætti að lesa kom sterk nærvera Guðs yfir mig og tárin streymdu niður mínar kinnar. Kærleikur Guðs, umhyggja hans og vera hellst yfir sálu mína og ég byrjaði að syngja.

Eftir að ég hafði tekið á móti Guði inn í  líf mitt, var ég ákveðin um að fylgja Jesú. Ég bað hann að hjálpa mér til að vera betri maður á meðan ég var í fangelsinu. Hann gerði mig af nýrri sköpun í Kristi.

Það varð algjör umbylting í mínu lífi, umbylting sem aðeins Jesú gat gert. Ég var aðeins í þrettán ár í fangelsinu og þegar ég fékk frelsið að nýju fór ég til Langkawi til að byggja upp líf mitt. Það tókst með hjálp Guðs forstöðumannsins og kristna vina.

Núna er ég giftur og á yndislega konu og tvö börn. Ég er með mitt eigið fyrirtæki og hef nýlega gengið til liðs við Gídeon. Dýrð sé Guði fyrir hinn sannleikann sem við höfum í honum.

(lauslega þýtt og tekið úr Gídeon international  fyrir Desember 2007)

   

Áfram með grínið

Ég held að allir hafi gott af smá gríni, sérstaklega í Janúar.

jesusisthewayVísindamennirnir höfðu uppgötvað margt og mikið og komust af þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu ekki á  Guði að halda. Þeir gætu klónað og hvaðeina. Þeir vörpuðu hlutkesti og síðan fór einn þeirra að tala við Guð og láta hann nú vita hvernig málin væru. Hann sagði: „Afsakið herra Guð, við hér vinirnir höfðum verið mjög duglegir að skapa hluti og við komust af því að við þyrftum ekki á þér að halda, við gætum gert það sama og þú!  Guð svaraði: „Jæja svo þið segið það, heyrðu ég ætla að taka þig í próf  og ef þú getur gert alveg eins og ég, samþykki ég það sem þú ert að segja. Guð tók upp mold, henti henni upp í loftið og áður en varði stóð þar maður. Vísindamaðurinn gerði sig líklegan til að gera hið sama, en þá sagði Guð: „Nei Nei þína eign mold karlinn minn.Smile

 


Létt spaug...

Gömlu hjónin lágu í rúminu og snéru baki hvort í annað. Konan var eirðarlaus og segir við hann: „Ég man þá tíð þegar þú klóraðir mér á bakinu." Gamli maðurinn snýr sér þreytulega við í rúminu og byrjar að klóra bakið hennar. En hún var ekki hætt. „Ég man þegar þú straukst mér blíðlega um vanga. Gamli maðurinn muldraði eitthvað en strauk henni svo um vanga. En hélt konan áfram og segir: „Ég man þá tíð þegar þú beitst mig lítillega í hálsinn. Gamli maðurinn staulast þá fram úr rúminu og gengur í átt að dyrunum. Gamla konan spyr hann forvitslega: „Hvert ertu að fara elskan ?" Ég er að ná í fölsku tennurnar segir hann þá....Smile

„Seðill, Seðill ég kaupi bara svona bíl

ci_C1_05_3Mér blöskrar alveg að heyra að landinn sé að henda 6 til 7ára gömlum bílum til að geta keypt sér einn nýjan á 3 milljónir.  Gylliboðin hljóma hvert öðru „betra" aðeins 15 þúsund á mánuði smáaletrið í 84 mánuði í blandari gengiskörfu sem þýðir á mannamáli að 15þúsundin geta orðið að 30þús á mánuði. Ég er alls ekki á móti því að fólk eigi nýja bíla, en máltækið að sníða sér stakk eftir vexti er horfið í glys auglýsinga bílaumboðana sem keppast um að mikilvægi þess að vera „Cool" á nýjum bíl.

Fyrir skemmstu átti ég samræður við mann sem var skuldum vafin en var samt sem áður að spá í bíl á einhverjar milljónir. Sem betur fer vaknaði viðkomandi og keypti sér fínan bíl á  innan við hálfa milljón.

Margir átta sig ekki á  því að þegar ný bíll er keyptur þá þarf að koma með hann reglulega í skoðun eigi ábyrgðin að haldast. Þannig verður þetta eins og snjó bolti sem rúllar niður hliðina.

Það er því rétt að hugsa málið til þrautar áður enn arkað er í umboðið.

 

 


Reiði, heift sama sem ástæða.

Það er hreint merkilegt hvað sumir bloggarar verða reiðir þegar við hinir „kristnu bloggarar" stígum á stokk og bentum á hvað það sé gott að trúa á Guð. Orð eins „kúkalabbar,þröngsýnir" og það fram eftir götunum sýnir augljóslega þroska þeirra sem svona skrifa. Þessi mikla reiði stafar oft af einhverju sem gerðist í fortíðinni. Stundum hefur viðkomandi opnað sig meira en hann myndi ella hafa gert og traust sem hann sýndi viðkomandi ekki endurgoldið.

Svo eru það aðrir sem vilja galopna landið fyrir öllum trúarstefnum án þess að hafa minnstu hugmynd um afleiðingarnar sem það hefur í för með sér. Það er t.d nokkuð ljóst að þegar Múslimar ná meira hluta í Evrópusambandinu munu þeir þegnar sem í því verða, þurfa að gangast undir Islam eða hreinlega að vera drepnir í versta falli en í besta falli að lifa í skugga Islam. Þau myndu t.d ekki fá að hafa börn í sömu skólum, ekki búa í jafn góðu húsi o.s.frv. Ég er alls ekki á móti Múslimum sem fólki, heldur er ég aðeins benda á hættuna sem stafar af þessari trú.

Islam og Kristinn trú eru eins og svart og hvítt. Látum ekki fámennan hóp manna ná því fram að kristin trú verði ekki lengur trú Islands.

„Ó Guðs vors lands," nú og um alla framtíð

 Guð blessi ykkur öll


Nú árið er að líða og aldrei.....

4778Nú þegar bara nokkrir dagar eru eftir af þessu herrans ári 2007 er við hæfi að óska öllum bloggurum til sjávar og sveita gleðilegs árs. Skrifumst á nýju bloggári.

Munum að kaupa Flugeldana hjá hjálparsveitunum sem vinna gríðarlegt og óeigingjarnt starf.

 

 


Óska öllum vantrúuðum og trúuðum gleðilegra Jóla

bjöllurJólin er á næsta leiti. Þessi hátíð ljóss og friðar og ég nota tækifærið gera það sama og Kiddikef að óska öllum í vantrú og siðmennt og öllum öðrum gleðilegra Jóla. Ég gleðst yfir því að umræðan um Kristna trú á Íslandi sé á réttum nótum án alls skítskasts. Það er augljós merki hins Kristna manns að sýna kærleika, og ekki bara til skoðanabræðra sinna.  Kristinn maður án kærleika er afar langt frá Kristinni trú. 

1 Korintubréf 13. „kærleikurinn fellur aldrei úr gildi

Mér þykir leitt hvað Hope Kutsson formaður siðmenntar hefur orðið fyrir miklu aðkasti vegna skoðana sinna. Ég er algjörlega ósammála því sem siðmennt stendur fyrir en líka MJÖG ÓSÁTTUR VIÐ AÐKASTIÐ SEM HOPE HEFUR FENGIÐ.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband