Bænarganga 2007

English_ezg_logo_2007

Bænarganga tókst með afbrigðum vel. Veðrið var gott og um 3000 manns saman komnir til að biðja fyrir Landinu okkar. Við tókum okkur stöðu og báðum fyrir Landinu og gegn því myrkri sem reynir að herja á Landið.

Því miður fékk gangan ekki sömu umfjöllun í fjölmiðlum og ganga samkynhneigðra. Maður veltir því fyrir sér hvort Ríkisjónvarpið sé ekki lengur sjónvarp ALLRA landsmanna. Sjónvarp sem segir hlutlaust frá öllu því sem gerist á Landinu okkar.  Kannski er það vegna þess við heimtum ekki að allir hlusti á okkur og skipuleggjum áróður þar sem allir sem eru á móti okkur séu dæmir sem fordómafullir, þröngsýnir og gamalsdags.

Kristinn trú er það sem hefur haldið landinu saman í öll þessi ár. Við sem erum kristinn ætlum að sýna fram á það að Kristinn trú og Biblían eiga samleið í nútíma samfélagi.

Guð blessi ykkur


Vottar Jehova

Vottar Jehóva eru samtök sem eru útbreidd út um allan heim. Þau segjast fara eftir Biblíunni. Málið er að þótt Vottar sjálfir séu gott fólk sem vill ÖLLUM vel, er þessi  sértrú hættuleg svo ekki sé meira sagt. Ég á vini sem eru Vottar og það er eins og þau sjá ekki hvað Biblían í raun kennir. Þau láta okkur hjónin fá rit sem við síðan tölum um þegar þau koma næst. Við bendum þeim vingjarnlega á það sem í þessum ritum stendur sé gjörsamlega úr lausu lofti gripið.
Vandmálið er að þegar fólk skellir á þau hurðum, herðast þau upp í því sem þau trúa. Þeim er sagt að búast við fjandsamlegu viðmóti, jafnvel hjá hinum Kristnu. Það að sýna þeim kærleika og virðingu  er ekki samþykki á hvað þau standa fyrir heldur kærleiki í anda Kristinar trúar.  Tvær reglur í þessu ferli eru mjög mikilvægar.  1. Að sýna kærleika.  2. Vita hvað þú trúir og hvað þau trúa. Ég veit um fólk sem hefur losnað úr viðjum þessara samtaka. Það er frábært að sjá þetta fólk þegar það upplifir Kristna trú. Munum að gæska Guð leiðir fólk til iðrunar. Guð blessi ykkur

mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleikurinn breytir lífi fólks


Þegar Berlínarmúrinn féll, þá varð yfirmaður Austur Þýskalands valdalaus maður. Þessi maður Eric Honeker hafði alltaf horn í síðu Kristinna manna sem lifðu undir komuista og kúgunar.
Það voru ein hjón sem áttu uppkomin börn. Þeirra börn fengu ekki að fara í góða skóla vegna þess að foreldrarnir voru Kristnir. Allt var gert til að uppræta Kristna trú. Þessi fjölskylda þurfti að þjást vegna trúarafstöðu sinnar.
Eftir fall Berlínarmúrsins átti þessi fyrrverandi einokunar herra hvergi höfði sínu að halla. Engin vildi hann og flestir Berlínarbúar hötuðu hann. Ég sagði flestir en ekki allir. Þessi hjón buðust til að taka hann inn á sitt heimili. Eric trúði ekki sínum eigin augum eða eyrum. Hvernig gátu þessi hjón fyrirgefið honum, hann hafði gert þeim svo mikið til miska.
Þau fóru að tala um Kristna trú við hann og Eric áttaði sig á því að Guð var stærri Komuistinn .
Hann tók á móti Guði inn í sitt líf og fékk að upplifa hin kærleiksfulla Guð Biblíunnar.

Kærleikurinn breiðir yfir allt trúir öllu og umber allt" (1 Kor 13)

Hef þú fengið að kynnast þessum kærleika.?

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetin svo að hver sem á hann trúir muni ekki glatast heldur hafa eilíft líf." Jóh 3:16

Guð blessi þig.



Engin mörk

Ég gat ekki orða bundist yfir þessari grein.  Í gamla daga var það stórmál ef krakkar stálu úr búðum og ég man að foreldrar sögðu skömmustulegir að þetta myndi nú ekkert gerast aftur.  Hvernig er komið fyrir okkar þjóðfélagi ef lögreglan þarf að eyða sínum dýrmæta tíma í að biðla til foreldra um biðja börnin að hætta að stela.  Foreldrar ættu að sjá sóma sinn í því að taka málið til sín og tala um fyrir börnum án þess að lögreglan þurfi að biðla sérstaklega til þeirra. Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. Börn þurfa að hafa aga og mörk. Þau verða að læra munin á réttu og röngu. Oft er sagt um slæma heguðun barns að það hugsi með sér: „slæm athygli er betra en engin athygli. Kannski er þetta hróp barns um að sjá mörkin. Börnin eru alltaf að vera djarfari og djarfari og það er ekki létt að vera kennari í skóla og reyna aga barn sem er stjórnlaust heima. Auðvitað er nauðsynlegt að vernda barnið í dag gegn ofbeldi misnotkun og tryggja því góða framtíð.  Partur af því er að láta barninu líða vel og það viti muninn á réttu og röngu og viti sín takmörk.  Sú kennsla byrjar ekki í skólanum heldur hjá foreldrum.


mbl.is „Allir krakkar hnupla"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn trú grunnvöllur þjóðfélagsins.

Á undanförum mánuðum og árum hafa heyrst raddir fólks sem segir að kristin trú sé ekki æskileg inn í skólakerfið. Þau segja að það  þurfi að gefa börnum rétt á heyra um meira en bara um eina trú. Þetta góða fólk lendir í sjálfheldu, þegar það vill taka kristna trú út úr skólakerfinu. Afhverju mega börnin ekki heyra um Kristna trú.
Staðreyndin er sú það flestir sem eru uppkomnir hafa farið í gegnum kristinn fræðslu. Mér sýnist þetta fólk ekki hafa haft neitt slæmt af þessu. Staðreyndin sú að þegar kristinn áhrif minnka í þjóðfélaginu byrjar þjóðfélagið að breytast. Gildin sem eru okkar lög eru byggð á, er kastað fyrir borð.
Þegar við horfum á íslenska þjóðfélagið og hvernig það hefur breyst og því miður ekki til batnaðar, læðist sú hugsun af mér ástæðan fyrir því gæti verið skortur á gildum, kristnum gildum, eins og t.d  „elskaðu náungann eins og sjálfan þig" Maður þarf ekki annað en að horfa á sumt íslensk efni sem byggist á því að bölva sem mest og ögra áhorfendum sínum.  Lína velsæmis færist alltaf lengra og lengra. og börn og ungt fólk horfir á þessa þætti og tekur inn þessa hugsun.
Væri ekki  nær fyrir siðmennt að beita sér fyrir því að þetta myndi stoppa og reglur settar um þáttargerð og málfar.
Það er ekkert að því að kynna trúarbrögð (ég segi ekki önnur trúarbrögð) vegna þess að Kristinn trú er EKKI trúarbrögð, heldur lífandi samfélag við Guð. Ég trúi því að svarið við þessum vandamálum sem eru til staðar í Íslensku þjóðfélagi sé kristinn trú. Trú á lifandi Guð, Guð sem er kærleikur og elskar alla menn og vill eiga samfélag við þá.
Hættum að kenna Guði um alla hluti. Horfum til baka og sjáum hvað kristinn áhrif hafa gert landinu gott.



Kristin Trú. Biblíuleg Trú

 

world_behind_me_wp_1440x900Það vefst fyrir mörgum landanum í dag hvað Kristin trú er. Margir halda að vera Kristin trú  feli i sér að fara í messu helst fjórum sinnum á ári og hlusta í mörgum tilvikum á útþynntan og leiðinlegan boðskap, Presta sem taka tískusveiflur þjóðfélagsins fram yfir Biblíuna og það sem kristin trú stendur fyrir. Svo eru sumir góðir menn og konur sem fullyrða að þau séu Kristin en trúa ekki eða taka ekki mark á Biblíunni. Hvernig geta menn sagt að þeir séu kristnir ef þeir taka ekki mark á Orði Guðs. Eru þau ekki komin í svokallaða "sértrú", hugtak sem þau gjarnan skella á þá sem taka Biblíuna sem sitt kennivald og lifa samkvæmt Biblíunni.  Þetta er álíka gáfulegt eins ef ég myndi vilja læra á bíl en afneita umferðarlögum og reglum.

Vandamálið er að  fæstir ef ekki allir sem afneita Kristinni trú hafa aldrei upplifað sanna trú, heldur trúrækni og leiðinleg og úreld messuform. Farið í Hvítasunnukirkju eða Kirkju sem trúir og lifir samkvæmt orði Guðs. Þið munuð finna tilgang lífsins þegar þið gefist Guði. Biblían segir að eilífin sé í hverjum manni. Préd. 3:11.

Biblían talar um það að allir menn hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð Hans fyrir endurlausnina sem er í Kristi Jesú.

Jesú gerði það kleift að við gætum eignast samfélag við Guð. Biblían talar um það að við séum andi höfum sál og búum í líkama.  Þegar þú tekur á móti Guði inn í þitt líf, þá endurfæðist þú, þ.a.s að andi þinn endurfæðist og Guð tekur sér bústað í þér. 

Hverning meðtekur þú Guð inn í þitt líf. Rómverjabréfið 10:9-10 útskýrir það, " Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn- og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúðað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis

 Gangi þér vel, Guð elskar þig.

 


Kosningar 2007

Það líður brátt að kosningum eins of flestir hafa tekið eftir.  Ísland er að brjótast úr skel fortíðar en samt er eins og sumir vilji vera áfram í þeirri þröngu skel.  Umræðan snýst um allt eða ekkert. Annað hvort vilja menn drekka Íslandi í Álverum eða stoppa alla frekari hugsun um álver á Íslandi og helst loka þeim sem fyrir eru.

Mín skoðun er sú að Álver og náttúruvernd geta verið hlið við hlið upp að vissu marki.  Alco gæti gefið peninga sem yrðu notaðir markvisst í að rækta upp landið.  Að sjálfsögu þar að setja kvóta á hvað mörg Álver geta risið á Íslandi.  Það er ákveðin hætta fólgin i þessu stríði við Álverin.  Samtök og einstaklingar sem eru hvað harðast á móti Álverum, kynna, án þess endilega að ætla sér það, Ísland sem Álland og mála skrattann á vegginn. Þetta eru landkynningar sem margur ferðamaðurinn sér og fær ranga mynd af umræðunni.

Það gildir hið fornkveðna. Allt er best í hófi Mér finnst fólk gleyma tíðarandanum og hverning Ísland er að verða í allri þessari umræðu um Álver. Væri ekki betra að einbeita sér að laga tíðarandann og berjast fyrir réttari stöðu almúgans og þeirra sem minna mega sín.  Við skulum aldrei gleyma því að þjóðfélagið er hornsteinninn í Landinu.  Umhverfissjónarmið og vernd á náttúrunni eru að sjálfsögðu mikilvæg en samt ekki eins mikilvæg og þjóðfélagið sjálft. Mér finnst  kosningarnar eigi snúast um gildi þjóðfélagsins númer eitt tvö og þrjú. Við verðum dæma núverandi ríkisstjórn af verkum þeirra og spyrja okkur hvort við viljum þessa flokka við stjórnvölinn næstu fjögur árin. Við megum hvorki láta fortíðar hræðsludrauga sem koma fram á sviðið í hverjum kosningum, móta framtíð landsins.

 Við lifum ekki í fortíðinni heldur í nútíðinni og verðum þar að leiðandi að gefa öllum flokkum tækifæri að sína hvað þeir hafi fram að færa í komandi framtíð.

Í kjörklefanum verður þú að kjósa það sem þér lýst best á, án þess láta hræðsludrauginn tíðnefna stjórna þínum aðgerðum.

 

 


Lindin kristileg útvarpsstöð 12 ára

Tíðnisvið LindarinnarLindin fagnaði 12 ára afmæli sýnu þann 11 mars síðast liðin.

Lindin hefur vaxið og dafnað og er eingöngu rekin af einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hafa jákvætt útvarp með jákvæðum boðskap 24 tíma sólarhrings 7 daga vikunnar. Við höfum 12 senda eins og er, en brátt munum við hafa 15 senda. Þá mun Lindin ná til alls landsins.

Hver klukkutími á Lindinni kostar 3500kr.  Vilt þú vera með í jákvæðum útvarpsrekstri.   

Síminn er 5671818.


Hættur á vegum

1sign171-med  Á liðum mánuðum hafa umferðamál verið mikið til umfjöllunar.  Það hefur verið þrýstingur á stjórvöld um úrbætur í vegakerfinu í formi tvöföldunar á leiðum út úr höfuðborginni sem er fyrir löngu orðnar tímabærar. Fé sem átti að renna til vegaframkvæmda hefur verið tekið í annað.  En loksins hyllir í að eitthvað sé að gerast í þeim málum. Reykjanesbrautin er að vera tvöföld alla leið, en ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut eftir að hún var tvöfölduð að hluta til. Einnig er áform um tvöfalda leiðina til Selfoss og til Borgarnes

Um leið og við fögnum bættum samgöngum sem eru í alla þáu, þá er að eitt sem hefur orðið útundan í þessum umræðum.  En það er olíumöl sem er dreifð á vegina og umferðin látin þjappa mölina niður í nokka daga. Við höfum eflaust mörg hver lent á svona kafla þar sem þykkt lag af steinum liggur á veginum.  Það glamrar í brettunum á bílunum þegar við ökum yfir þennan kafla sem getur verið allt að tveggja til þriggja kílómetralangur.  Ég hef sloppið nokkuð vel en þvi miður er ekki sama sagan sögð um alla. Jafnvel þótt skilið sýni 50km þá vitum fullvel að það eru einstaklingar í umferðinni sem hlýða hvorki reglum eða taka tillit til náungans. Það ekki nema einn misvitran og tillitslausan einstakling sem valda stórtjóni, stressi og hvaðeina.

Ég er viss um að vegagerðin gæti unnið þetta örðuvísi svo við gætum sótt Ísland heim án þess að eiga í hættu að stórskemma bílana og eyðilegga sumarfríið.

Það er komin tími til að við segjum: hingað og ekki lengra

Setjum þetta í körfuna, um bætt vegakerfi á Íslandi 2007

 


Christembassy.org

chrisÉg vil benda ykkur á þessa dúndur kirkju. Chris Oyakhilome er Pastor og stofnandi Guðs rásarinar Loveworld.

Þið getið keypt bækur snældur cd eða dvd.

Seven things the holy spirit will do in you

Guð mun blessa ykkur upp úr skónum

http://christembassy.com/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband